Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra..
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra..
Skoðun 5. júlí 2019

Stjórnsýsla landbúnaðar- og matvælamála efld

Höfundur: Kristján Þór Júlíusson.

Alþingi samþykkti í byrjun þessa mánaðar frumvarp mitt um breytingu á stjórnsýslu landbúnaðar- og matvælamála þannig að verkefni, sem nú heyrir undir Matvælastofnun, færast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 1. janúar næstkomandi.

Verkefnin varða stjórn búvöruframleiðslunnar samkvæmt búvörulögum, búnaðarlögum, búvörusamningum og búnaðarlagasamningi. Til þessa telst skráning greiðslumarks lögbýla, framkvæmd beingreiðslna, söfnun hagtalna um búvöruframleiðsluna, eftirlit með ásetningu búfjár, söfnun hjarðbóka o.fl. Flest þessara verkefna voru fram til ársloka 2015 í höndum Bændasamtaka Íslands en voru færð til Matvælastofnunar árið 2015 til samræmis við tillögur Ríkisendurskoðunar þar að lútandi.

Með því að koma þessum stjórnsýsluverkefnum á einn stað undir einni yfirstjórn í ráðuneytinu er horft til þess að auka möguleika til forgangsröðunar og gefur möguleika til að þróa stjórnsýsluna með skilvirkari hætti. Þannig mun t.d. hverfa tvíverknaður sem sprottið hefur af framkvæmd greiðslna til bænda, gerð samninga og umfjöllun álitaefna á tveimur stöðum. Það auðveldar þennan flutning að umrædd verkefni eru skýrt aðgreind frá öðrum verkefnum Matvælastofnunar og falla raunar ekki sérlega vel að kjarnaverkefnum hennar sem eru matvælaeftirlit og eftirlit með heilbrigði og aðbúnaði dýra.

Samþykkt frumvarpsins er því virkilega ánægjulegt skref sem mun efla stjórnsýslu og stefnumótun á sviði landbúnaðar- og matvælamála. Hér er því um mikið framfaramál að ræða fyrir íslenska bændur og raunar alla þá sem standa að íslenskri matvælaframleiðslu. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...