Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í frumvarpinu er lagt til að fyrir­tækjum sem eru í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum.
Í frumvarpinu er lagt til að fyrir­tækjum sem eru í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum.
Fréttir 3. nóvember 2023

Stjórnarfrumvarp um heimild til samstarfs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráð­herra mun leggja fram stjórnarfrumvarp um heimild kjöt­afurðastöðva til aukins samstarfs.

Var tilkynnt um þetta á vef matvælaráðuneytisins í gær þar sem fram kom að samþykkt hefði verið í ríkisstjórn að leggja málið fram sem stjórnarfrumvarp um framleiðendafélög. Því er ætlað að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar.

Heimild til samstarfs eins og á Norðurlöndunum

Í frumvarpinu er lagt til að fyrir­tækjum sem eru í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum.„Við teljum þetta frumvarp vera lið í því að bæta stöðu bænda. Með skýrt afmarkaðri heimild til samvinnu í samræmi við landbúnaðarstefnu þá sem samþykkt var á Alþingi í vor“, er haft eftir Svandísi í tilkynningunni.
Þar segir einnig að í landbúnaðar­stefnunni komi fram að tryggja skuli með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágranna- löndunum. Í frumvarpinu sé einkum horft til útfærslu á reglum í Finnlandi.

Fallið frá fyrri drögum

Áður hafði matvælaráðherra lagt sams konar frumvarpsdrög í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar í desember á síðasta ári. Það byggði meðal annars á tillögum spretthópsins frá því í júní á síðasta ári, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Samkeppniseftirlitið lagðist hins vegar gegn þeim hugmyndum sem komu fram í frumvarpsdrögunum, um undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga. Var talið að undanþágan færi mögulega gegn ákvæðum EES-samningsins og var því fallið frá þeim drögum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...