Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði aukabúnaðarþingi í gegnum fjarfundarbúnað í gær.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði aukabúnaðarþingi í gegnum fjarfundarbúnað í gær.
Fréttir 30. september 2020

Stjórn Bændasamtakanna veittar víðtækari heimildir

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Aukabúnaðarþingi, sem haldið var með fjarfundarbúnaði í gær, þar sem eina málið á dagskrá þingsins, að stjórn Bændasamtakanna verði veitt víðrækari heimild en nú er í gildi til þess að selja fasteign Bændahallarinnar ehf., var samþykkt. Alls studdi 41 búnaðarþingsfulltrúi tillöguna, einn var á móti en fjórir sátu hjá. 

Rekstrarstaða Hótels Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. hefur verið mjög erfið og fór versnandi eftir að Covid-19 faraldurinn skall á. Sá faraldur hefur reynst félögunum þungbær og komið illa niður á hótelinu eins og öðrum fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi.

Stjórnir félaganna sóttu um heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar skv. lögum nr. 57/2020. Slík heimild var veitt með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 8. júlí 2020, en heimildin gildir til 7. október 2020. Með úrskurðinum var Sigurður Kári Kristjánsson hrl. hjá Lögmönnum Lækjargötu ehf., skipaður aðstoðarmaður félaganna beggja við hina fjárhagslegu endurskipulagningu.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...