Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði aukabúnaðarþingi í gegnum fjarfundarbúnað í gær.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði aukabúnaðarþingi í gegnum fjarfundarbúnað í gær.
Fréttir 30. september 2020

Stjórn Bændasamtakanna veittar víðtækari heimildir

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Aukabúnaðarþingi, sem haldið var með fjarfundarbúnaði í gær, þar sem eina málið á dagskrá þingsins, að stjórn Bændasamtakanna verði veitt víðrækari heimild en nú er í gildi til þess að selja fasteign Bændahallarinnar ehf., var samþykkt. Alls studdi 41 búnaðarþingsfulltrúi tillöguna, einn var á móti en fjórir sátu hjá. 

Rekstrarstaða Hótels Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. hefur verið mjög erfið og fór versnandi eftir að Covid-19 faraldurinn skall á. Sá faraldur hefur reynst félögunum þungbær og komið illa niður á hótelinu eins og öðrum fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi.

Stjórnir félaganna sóttu um heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar skv. lögum nr. 57/2020. Slík heimild var veitt með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 8. júlí 2020, en heimildin gildir til 7. október 2020. Með úrskurðinum var Sigurður Kári Kristjánsson hrl. hjá Lögmönnum Lækjargötu ehf., skipaður aðstoðarmaður félaganna beggja við hina fjárhagslegu endurskipulagningu.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...