Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Fréttir 3. apríl 2017

Stjarnfræðileg upphæð til samgöngumála á 12 árum

Höfundur: Dagbladet - ehg
Ríkisstjórn Ernu Solberg í Noregi kynnti á dögunum nýja samgönguáætlun og upplýsti að ákveðið hefur verið að verja þúsund milljörðum norskra króna, um 14 þúsund milljörðum íslenskra króna, til samgöngumála í landinu næstu 12 árin. Erna Solberg sagði þetta sögulega stund, enda aldrei áður varið jafn miklu fjármagni í málaflokkinn þar í landi. 
 
Eftir að hafa skoðað hvernig á að verja upphæðinni eru ekki allir á eitt sáttir um ráðahaginn og þannig finnst mörgum í dreifbýlinu þeir vera sniðgengnir. Um 45 prósent af fjármagninu á að nota í lestarkerfið, eins og ný lestargöng undir Osló, minnka á ferðatímann milli Bergen og Osló og bæta á lestarspor í Neðra-Rómarríki svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa gagnrýnt þessa nýju áætlun og benda á að það séu fleiri þættir mikilvægir en að komast hratt á milli áfangastaða, eins og að hafa örugga vegi og að bæta þurfi allar almenningssamgöngur, ekki einungis lestarkerfið. Erna Solberg og flokksfélagar hennar hafa þó ekki alveg gleymt landsbyggðinni þar sem hún setur nú mikið fjármagn til byggingar á nýjum flugvelli í Bodø í Norður-Noregi og á nokkrum hættulegum þjóðvegum. 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...