Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stílhreint dömuvesti
Hannyrðahornið 5. mars 2021

Stílhreint dömuvesti

Höfundur: Handverkskúnst

Vesti eru svo vinsæl núna, prjónuð í ýmsum grófleikum. Þetta fallega vesti er fljótprjónað úr DROPS Snow eða Drops Wish.

DROPS Design: Mynstur ee-705

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)

Yfirvídd: 84 (94) 102 (110) 124 (134) cm

Garn: (fæst í Handverkskúnst)

DROPS SNOW: (400) 450 (500) 550 (550) 650 g eða
DROPS WISH: 300 (350) 400 (400) 400 (500) g

Prjónfesta: 11L x 15 umf í sléttu prjóni = 10x10 cm.

Prjónar: Hringprjónar 40 og 80 cm nr 7, 60-80 cm nr 8

ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 106 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 14) = 7,6. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 6. og 7. hverja lykkju og 7. og 8. hverja lykkju slétt saman.

VESTI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi.
Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka. Að lokum er prjónaður stroffkantur í kringum báða handvegi og í kringum hálsmál.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 106 (120) 128 (138) 156 (170) lykkjur á hringprjóna 7 með Snow eða Wish. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1L sl, 1L br) alls 14 (14) 14 (16) 16 (16) cm.

Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 14 (16) 16 (18) 20 (22) lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 92 (104) 112 (120) 136 (148) lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið slétt prjón hringinn. Þegar stykkið mælist 28 (29) 30 (31) 32 (33) cm, fellið af fyrir handvegi. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3 lykkjur, prjónið 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur slétt, fellið af 6 lykkjur, prjónið 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur slétt og fellið af þær 3 lykkjur sem eftir eru. Klippið frá. Framstykkið og bakstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig.

BAKSTYKKI: = 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur. Prjónið slétt prjón fram og til baka og fellið af fyrir handvegi í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0 (0) 0 (0) 0 (1) sinni, 2 lykkjur 0 (1) 2 (2) 3 (3) sinnum og 1 lykkju 2 (2) 2 (3) 4 (4) sinnum í hvorri hlið = 36 (38) 38 (40) 42 (42) lykkjur. Þegar stykkið mælist 49 (51) 53 (55) 57 (59) cm, fellið af miðju 20 (20) 20 (22) 22 (22) lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið slétt prjón og fellið af 1 lykkju í næstu umferð við hálsmál = 7 (8) 8 (8) 9 (9) lykkjur eftir á öxl.

Prjónið áfram þar til bakstykkið mælist 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRAMSTYKKI: = 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur. Prjónið slétt prjón fram og til baka og fellið af fyrir handvegi í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0 (0) 0 (0) 0 (1) sinni, 2 lykkjur 0 (1) 2 (2) 3 (3) sinnum og 1 lykkja 2 (2) 2 (3) 4 (4) sinnum í hvorri hlið = 36 (38) 38 (40) 42 (42) lykkjur. Þegar stykkið mælist 41 (42) 44 (45) 47 (48) cm, setjið miðju 8 (8) 8 (10) 10 (10) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið slétt prjón og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverir umferð við hálsmál þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 7 (8) 8 (8) 9 (9) lykkjur eftir á öxl.

Prjónið áfram þar til framstykkið mælist 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma innan við affellingarkantinn.
KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið í hlið neðst í handvegi og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju, ca 52 (56) 58 (60) 62 (64) lykkjur í kringum handveg á stuttan hringprjón 7 með Snow/Wish (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2).

Prjónið stroff hringinn (= 1L sl, 1L br) alls 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið kant í kringum hinn handveginn alveg eins.

KANTUR Í HÁLSI: Byrjið mitt á annarri öxlinni og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju, ca 52 (56) 58 (60) 62 (64) lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 7 með Snow/Wish (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2).

Prjónið stroff hringinn (= 1L sl, 1L br) alls 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...