Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stíflan sprengd
Líf og starf 21. desember 2022

Stíflan sprengd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókin Ástin á Laxá – Hermóður í Árnesi og átökin miklu er sagan af því þegar Þingeyingar tóku til sinna ráða til verndar náttúrunni og sprengdu stíflu í Laxá með dýnamíti í eigu virkjunarinnar.

Einnig er sögð saga Hermóðs í Árnesi og hans þætti í baráttunni miklu fyrir verndun Laxár og Mývatns.

Bókin fangar ástina á náttúrunni og bregður upp myndum af fólkinu sem verndaði hana með samheldni og eldmóð að vopni, höfundur er Hildur Hermóðsdóttir.

Í ágúst 1970 átti sér stað atburður sem vakti athygli alþjóðar og jafnvel út fyrir landsteinana. Þá tóku Þingeyingar til sinna ráða eftir áralanga baráttu gegn fyrirhugaðri stórvirkjun í Laxá með tilheyrandi vatnaflutningum og sprengdu stíflu sem virkjunaraðilar höfðu reist í Miðkvísl og notuðu til þess dýnamít í eigu virkjunarinnar. Verknaðurinn olli straumhvörfum í deilunni og er sagan rakin á síðum þessarar bókar.

Megináhersla er lögð á aðkomu Hermóðs Guðmundssonar í Árnesi og hans þátt í baráttunni miklu fyrir verndun Laxár og Mývatns þar sem hann var í fylkingarbrjósti. Hermóður fór gjarnan ótroðnar slóðir og lét sig ótalmörg málefni varða. Einkum mál sem vörðuðu framfarir, hag íslenskra bænda, náttúruvernd og raunar hvers kyns samfélagsmál.

Hann var uppi á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga, upprunninn í hinu rótgróna íslenska bændasamfélagi sem hann tók af fullum krafti þátt í að umbylta að hætti nútímans.

Hildur segir sögu fjölskyldu sinnar og sveitunga á ljóslifandi hátt í Ástinni á Laxá. Hún fangar ástina á náttúrunni og bregður upp myndum af fólkinu sem verndaði hana með samheldni
og eldmóð að vopni.

Bókaútgáfan Salka gefur út Ástina á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu eftir Hildi, stofnanda Sölku. Eigendur Sölku eru Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær keyptu útgáfuna af Hildi fyrir rúmum sjö árum og má nú segja að hringnum sé lokað þegar fyrrum útgefandinn er orðinn höfundur á mála hjá sínu gamla forlagi.

Skylt efni: bókaútgáfa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...