Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Steiger – stórir traktorar
Á faglegum nótum 17. september 2018

Steiger – stórir traktorar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stórar dráttarvélar í dag eiga það flestar sameiginlegt að vera fjórhjóladrifnar, með öll dekkin í sömu stærð og vera knúnar af hundruð hestafla sex strokka dísilvél.

Bræðurnir Doug og Maurice stigu sín fyrstu skref í hönnun og smíði dráttarvéla í gamalli hlöðu á kúabúi sínu í Minnesota-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku um miðjan áratug síðustu aldar. Hugmyndin var að smíða stóra og kraftmikla dráttarvél sem uppfyllti allar kröfur búsins. Traktorinn, sem að sjálfsögðu var kallaður Steiger, var frumsýndur vorið 1957 og reyndist vel og margir sýndu honum áhuga.

Fjöldaframleiðsla

Árið 1963 hófu þeir fjölda­framleiðslu á dráttarvélunum og settu saman 125 slíkar af ólíkum gerðum í fjóshlöðunni næstu árin. Allir áttu dráttarvélar Steiger bræðra það sameiginlega að vera fjórhjóladrifnar, öll hjólin jafnstór og vélin vel yfir hundrað hestöfl og knúin áfram af sex strokka dísilvél. Hönnunin var svo vel heppnuð að flestar stórar dráttarvélar byggja á henni enn í dag.

Steiger dráttarvélarnar hafa frá upphafi verið stórar og kraftmiklar. Frumgerðin var 238 hestöfl og vélarnar sem fyrir tækið framleiddi á árunum 1963 til 1974 voru á bilinu 118 til 300 hestöfl.

Að sex árum liðnum var orðið nauðsynlegt að stækka við sig og byggðu bræðurnir með hjálp fjárfesta dráttarvélaverksmiðju í Fargo og réðu 26 manns í vinnu. Framleiðsla óx hratt næstu árin og traktorarnir seldust vel og Steiger náði 36% markaðshlutdeild í sölu á stórum dráttarvélum í Bandaríkjunum og Kanada. 

Árið 1974 var reist enn önnur verksmiðja og er það verksmiðjan þar sem Steiger dráttarvélar eru settar saman í dag.

Stærð og afl dráttarvélanna hélt áfram að aukast á níunda áratug síðustu aldar í ríflega 500 hestöfl. Steiger vélarnar þykja vandaðar og eru þær auglýstar sem lífstíðareign.
Erfitt efnahagsástand á níunda áratug tuttugustu aldarinnar reyndist fyrirtækinu erfitt og um tíma starfaði það á 25% afkastagetu. Árið 1986 var fyrirtækið sett í gjaldþrotaskipti og sama ár keypti Case þrotabúið.

Framleitt fyrir aðra

Eftir að nýja verksmiðjan var tekin í notkun tók fyrirtækið að sér að setja saman dráttarvélar fyrir framleiðendur eins og Allis-Chalmers, CCIL Canadian CO-OP og International Harvester. Árið 1979 setti fyrirtækið saman sína tíu þúsundustu dráttarvél.

18 mínútur að setja saman dráttarvél

Reyndar er búið að margendurbæta verksmiðjuna frá 1974 og í dag vinna þar um 1.100 manns og er sagt að það taki menn og vélmennin ekki nema átján mínútur að setja sama fullbúna nýja dráttarvél.
 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...