Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. júní 2021

Stefnir í glæsilega landbúnaðarsýningu

Undirbúningur fyrir sýning­una „Íslenskur landbúnaður 2021“ sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 8.-10. október hefur gengið afar vel. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar hafa básapantanir aukist mikið með afléttingu sóttvarnahafta.

„Það var alger bylting þegar létti á sóttvarnaraðgerðum og stefndi í að við myndum sjá fram á endalok haftanna. Er mikið af sýningarplássi upppantað og verður sýningin einstaklega fjölbreytt og áhugaverð. Bæði verða rótgróin fyrirtæki er þjóna bændum og búaliði á sýningunni og svo nýir aðilar. Það er engin spurning að landbúnaðarsýningin mun lyfta íslenskum landbúnaði og ljóst að stefnir í sannkallaða stórsýningu í haust. Seinasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Höllinni,“ segir Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Líkt og fyrri sýning er Landbúnaðar­sýningin á vegum Ritsýnar sýningarfyrirtækis sem hefur starfað í 25 ár og staðið fyrir fjölbreyttum sýningum svo sem sjávarútvegssýningum, stóreldhúsa­sýningum og heilsu­sýningum.

Að sögn Ólafs eru örfá sýningarpláss eftir á Landbúnaðarsýningunni og geta þeir sem hafa áhuga á að skoða möguleika á sýningarplássi haft samband í síma 698-8150 og netfangið olafur@ritsyn.is eða Ingu markaðsstjóra í síma 898-8022 og netfangið inga@ritform.is.

Ólafur M. Jóhannesson. Mynd / TB

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...