Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stefnan að efla starfsmenntanám
Skoðun 10. október 2019

Stefnan að efla starfsmenntanám

Athugasemdir vegna viðtals um garðyrkjunám við Landbúnaðar­háskóla Íslands sem birtist í Bændablaðinu 26. september síðastliðinn.

Vegna umræðu um stöðu starfsmennta­náms við Landbúnaðar­háskóla Íslands vill háskólaráð koma eftirfarandi staðreyndum málsins á framfæri.

Í stefnu skólans sem samþykkt var af starfsmönnum háskólans og háskólaráði í júní síðastliðnum er stefnt að því að efla starfsmenntanám skólans og tryggja því skýra stoð í lögum. Stefnan tekur á engan hátt til þess að breyta eigi inntaki eða eðli námsins og það stendur ekki til að flytja námið af framhaldsskólastigi. 19. gr. háskólalaga veitir háskólum lagaheimild til að vera með nám á framhaldsskólastigi og hefur hún því verið skoðuð í þessu tilliti.

Fyrirhugaðar skipulags­breytingar miða að því að styrkja bæði starfsmenntanám og háskólanám með því að samnýta betur kennslukrafta á háskóla- og starfsmenntastigi í þremur deildum á tilteknum fræðasviðum (ræktun og fæða, skógur og náttúra, hönnun og skipulag). Þannig eykst bæði sýnileiki þeirra faggreina sem skólinn leggur áherslu á, auk þess sem styrkur og samlegð innan hverrar deildar vex.

Það er stefna Landbúnaðar­háskólans að halda áfram að bjóða sterkt og öflugt starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Staðsetning starfsmennta­náms innan háskóla er augljós styrkur, ekki einungis fyrir starfsmenntanámið sem nýtur góðs af rannsóknum og nýsköpun háskólastigsins, heldur einnig fyrir háskóla­starfið sem hefur hag af samspili við verkþekkinguna.

Landbúnaðarháskólinn stefnir að kröftugri uppbyggingu, bæði á háskóla- og starfsmenntanámssviði. Í því samhengi má sérstaklega nefna fyrirætlanir um uppbyggingu rannsókna- og nýsköpunar­miðstöðvar á sviði garðyrkju á Reykjum. Grunnur hefur verið lagður að samstarfi við háskóla sem eru hvað fremstir á sviði landbúnaðar og garðyrkju í heiminum. Þegar er verið að vinna að öflun Evrópu­styrkja sem m.a. eru ætlaðir til framtíðar­uppbyggingar garðyrkju­rannsókna.

Sameiginlegt verkefni Landbúnaðar­háskólans, hagaðila og stjórnvalda er að efla nám, þekkingu og atvinnu­vegi. Landbúnaðarháskólinn leggur áherslu á samstarf og samráð með þetta sameiginlega markmið að leiðarljósi og hefur fundið fyrir góðum undirtektum við nýsamþykkta stefnu skólans.

30. september 2019

F.h. háskólaráðs Landbúnaðarháskóla Íslands  Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...