Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Starrastaðir
Bóndinn 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan búið frá árinu 1901 er Ólafur Sveinsson frá Bjarnastaðahlíð fluttist þangað með fjölskyldu sína og hóf búskap. Hann kaupir síðan Starrastaði af kirkjunni 1916 og jörðin hefur því verið í eigu fjölskyldunnar í 107 ár. Á Starrastöðum hefur alla tíð verið blandaður búskapur með sauðfé, kýr og hross. Árið 1984 voru svo heitavatnslindir virkjaðar og fyrsta gróðurhúsið reist 1985. Árið 2000 lagðist kúabúskapur af þegar heimilisfaðirinn Eyjólfur Pálsson lést.

Býli: Starrastaðir.

Staðsett í sveit: Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.

Ábúendur: María Reykdal, Þórunn Eyjólfs- dóttir og Sigurður Baldursson, Margrét Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson, Erna María Guðmundsdóttir (11 ára) og Eyjólfur Örn Guðmundsson (8 ára).

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sjö manna fjölskylda, hundarnir Barón, Tígull og Spaði auk gróðurhúsakattarins Tinnu.

Stærð jarðar og gerð bús? 460 ha, þar af 35 ha tún. Sauðfjárbú og rósarækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru á bænum 413 kindur, ca 40 hross og rósir í 650 fm gróðurhúsum.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur byrjar á því að skepnunum er gefið og allir fara í sína vinnu fjarri bænum. Þegar heim er komið er farið að sinna sauðfénu, klippa rósir og pakka og koma þeim í sölu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegustu bústörfin eru sauðburður og smalamennskur á haustin og að vinna við rósirnar í gróðurhúsunum þegar frost og kuldi er úti. Leiðinlegustu störfin eru girðingarvinna og skítmokstur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár verður allt með svipuðu sniði en hugsanlega búið að stækka gróðurhúsin þar sem mikil eftirspurn er eftir rósum frá okkur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum hjá okkur er alltaf til ostur, Sveitabiti frá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Uppáhaldsmaturinn á heimilinu eru innbökuð lambahjörtu og hangikjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar yngsta dóttirin var að raka heyi á gamla Deutz með dragtengda rakstrarvél aftan í og skellti traktornum með rakstrarvélinni í heilu lagi ofan í breiðan skurð, lenti á hjólunum. Var of forvitin að fylgjast með hinum og gleymdi að beygja.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...