Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erum við virkilega búin að framselja svo mikið af fullveldinu að við þurfum að spyrja lögfræðingana í Brussel hvað við megum gera og hvað ekki? Í hvers hlut kemur það þá að gæta hagsmuna Íslands og norðurhéraða innan Evrópu með fullnægjandi og kröftugum hætti?
Erum við virkilega búin að framselja svo mikið af fullveldinu að við þurfum að spyrja lögfræðingana í Brussel hvað við megum gera og hvað ekki? Í hvers hlut kemur það þá að gæta hagsmuna Íslands og norðurhéraða innan Evrópu með fullnægjandi og kröftugum hætti?
Af vettvangi Bændasamtakana 3. nóvember 2023

Starfsumhverfi

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í upphafi þessa pistils vil ég nota tækifærið og þakka Jóhönnu Lúðvíksdóttur hjartanlega fyrir samstarfið síðustu ár, en Jóhanna hefur starfað hjá Bændasamtökunum síðastliðin 35 ár og verður mikil eftirsjá af henni enda hefur hún reynst bændasamfélaginu mikill akkur í gegnum árin.

Í landbúnaði starfa bændur við margvíslegar reglur sem lúta að þeirra starfi og starfsumhverfi. Þar er löggjafinn með til viðmiðunar leikreglur sem settar eru af Evrópusambandinu sem skiptir landbúnaði upp í þrjú svæði, suðursvæði, miðsvæði og norðursvæði. Mismunandi leikreglur eru fyrir hvert svæði fyrir sig á grundvelli hvað má og hvað ekki má við framleiðslu afurða. Þar virðist engu skipta hollustuhættir við notkun sýklalyfja, hormóna eða varnarefna gagnvart neytendum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ.

Ef horft er til Íslands, þar sem við erum skilgreint norðursvæði í skilningi Evrópusambandsins, þá höfum við sem þjóð alveg gleymt því að nýta sérstöðu landsins fyrir þær undanþágur sem okkur sem þjóð auðnast til frelsis, athafna og sjálfstæðis. Íslenskar landbúnaðarvörur eru með þeim heilnæmustu í heimi sem framleiddar eru hér á landi og það er staðfest af Evrópsku lyfjastofnuninni. Á meðan er ekkert lát á óhóflegri notkun sýklalyfja í evrópskum landbúnaði sem leitt hefur til ört vaxandi aukningar sýklalyfjaónæmra baktería sem berast í fólk.
Þrátt fyrir að vera „best í bekknum“, eru nú blikur á lofti um framtíðina þar sem afkoma í frumframleiðslunni er undir. Það er ekki okkur til framdráttar sem þjóð að láta okkar heilnæmu og hollu afurðir renna okkur úr greipum, því það sem við missum á framleiðslugrunni í dag verður ekki aftur náð svo hæglega.

Mikill og góður baráttufundur var haldinn á miðvikudaginn 26. október síðastliðinn í Salnum í Kópavogi að frumkvæði Samtaka ungra bænda. Fjölmenni sótti fundinn þar sem hlýtt var á erindi frá ungum bændum sem lýstu stöðunni í raunheimum. Því líkt og ítrekað hefur verið bent á þá er afkomuvandinn okkar stærsta verkefni bæði gagnvart nýliðun og ekki síður hjá starfandi bændum hvar sem þeir eru í framleiðslu í öllum greinum landbúnaðar.

Þess vegna er það svo gríðarlega mikilvægt að þingmenn og sveitarstjórnarfólk sýni landbúnaðinum, einni af undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar, meiri athygli og áhuga. Því allt sem viðkemur starfsskilyrðum landbúnaðarins eru jú mannanna verk sem mögulegt er að lagfæra eða færa til betri vegar. Þar er af mörgu að taka, líkt og ég kom að í upphafi, svo sem eins og einföldun regluverks sem nýtist okkur hér á norðursvæði Evrópu. Stefnum ótrauð áfram að tæknivæðingu og nákvæmnisbúskap með því að nýta okkur tæknina, m.a. til framfara í eftirliti. Hvers vegna má ekki endurnýta örmerki á Íslandi þar sem við sendum ekki gripi í sláturhús þvert yfir landamæri? Er það bara af því að Evrópusambandið segir nei? Eða gleymdist að óska eftir undanþágu þegar málið var rætt á meðal jakkafataklæddu mannanna í Brussel?

Svo kemur skilningur ESA að breyta þurfi reglugerð um blóðmerahald, sem þegar var búið að breyta nýlega og átti að gilda til 2026. Frá og með 1. nóvember er reglunum breytt og engar leiðbeiningar um hvað verður, hvorki frá ráðuneytinu né eftirlitsstofnuninni. Erum við virkilega búin að framselja svo mikið af fullveldinu að við þurfum að spyrja lögfræðingana í Brussel hvað við megum gera og hvað ekki? Í hvers hlut kemur það þá að gæta hagsmuna Íslands og norðurhéraða innan Evrópu með fullnægjandi og kröftugum hætti? Önnur ríki virðast ná að setja inn ýmiss konar fyrirvara og stefnur á grunni dreifðra byggða og erfiðra aðstæðna, allt til þess að gæta að og tryggja starfsskilyrði þeirra atvinnugreina sem stundaðar eru innan þeirra landamæra.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...