Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu
Gamalt og gott 12. maí 2020

Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu

Á baksíðu Bændablaðsins 21. janúar 1997 er sagt frá kynningarfundi að Heiðarborg í Leirársveit, þar sem fjallað var um starfsleyfi fyrir álver Columbia á Grundartanga í Hvalfirði.

Í fréttinni kemur fram að mikið hafi verið spurt um fyrirhugað álver og var ljóst af fundarmönnum að íbúarnir á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af starfseminni, en þær snérust fyrst og fremst um áhrif efnamengunar á landbúnað og ferðamennsku – og ekki síst ímynd Íslands.

Á myndinni er Reynir Ásgeirsson, Svarfhóli í Svínadal, en hann var einn fjölmargra sem tóku til máls á fundinum. Reynir sagði áformin tilræði við framtíð íslenskra barna og afkomenda þeirra. Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli beindi meðal annars máli sínu til aðstofaðarforstjóra Columbia, sem sat fundinn. „Það gleði í huga okkar vegna nærveru þinnar en sorg í hjarta vegna fyrirætlana þinna. Þær ógna umhverfi okkar og lýta landið okkar.“

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði á fundinum að tryggt væri að tekið yrði á mengunarvarnarmálum í samræmi við lög og reglur og gerðar ströngustu kröfur.

Í fréttinni kom fram að í undirbúningi væri stofnun umhverfissamtaka sem væri ætlað að berjast gegn álverksmiðju í Hvalfirði. Í hópi forsvarsmanna þar væri Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós, og Halldór Jónsson, læknir á Móum í Innri-Akraneshreppi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...