Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem muni vinna að útfærslu á nýrri aðferðafræði við útrýmingu á riðuveiki.

Tillagan kemur í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra um breytta nálgun við útrýmingu á riðuveiki í íslensku sauðfé með því að beita riðuþolnum arfgerðum. Lagt er til að hópurinn vinni að greiningu á núverandi stöðu, útfærslu á nýrri aðferðafræði og mati á breyttri nálgun aðgerða í samvinnu við yfirdýralækni.

567 milljónir króna til næstu sjö ára

Í tilkynningu úr ráðuneytinu, þar sem greint var frá ákvörðun ráðherra, kom fram að nægt fjármagn væri tryggt til að áætlun til næstu fimm ára næði fram að ganga. Hún gengur út á að 80 prósent af ásettu fé á mestu áhættusvæðunum verði ólíklegt til að veikjast af riðu. Tiltekin er fjárhæðin 567 milljónir króna til næstu sjö ára sem eiga meðal annars að standa straum á arfgerðagreiningum á 15 til 40 þúsund fjár árlega.

Yfirdýralækni ber að hafa samráð

Í umfjöllun Bændablaðsins um þessa breyttu aðferðafræði í síðasta tölublaði var rætt við Eyþór Einarsson, ráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), sem hefur stýrt verkefnum varðandi arfgerðagreiningar og ræktunarstarf með verndandi arfgerðir. Hann fagnaði útspili stjórnvalda en sagði að enn hefði ekki átt sér stað viðræður um útfærslu á þeim stuðningi sem stjórnvöld hafi tryggt til verkefnanna.

Í svari matvælaráðuneytisins, við fyrirspurn um nýtingu á þessu fjármagni og mögulegt samráð við RML varðandi þessa breyttu nálgun, segir að fjármagnið eigi „að nýta til að sem best megi ráða niðurlögum riðu á Íslandi. Tekur það til þeirra aðgerða sem yfirdýralæknir leggur til í sinni nálgun á grunni þeirrar vinnu sem farið verður í. [...]

Yfirdýralækni ber að hafa samráð við þá sem hún telur rétt að gera vegna fyrirliggjandi vinnu, ætla má að RML falli í þann flokk,“ segir í svarinu.

Tillaga að starfshópi yfirdýralæknis
  • Vilhjálmur Svansson, dýralæknir, veirufræðingur á Keldum
  • Stefanía Þorgeirsdóttir, líffræðingur og sérfræðingur í riðu á Keldum
  • Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir hjá Mast, sérþekking í riðuveiki
  • Hákon Hanson, sauðfjárdýralæknir á Breiðdalsvík
  • Þór Aspelund, stærðfræðingur/tölfræðingur hjá HÍ
  • Erla Sturludóttir, tölfræðingur, hjá LbHÍ Keldnaholti
  • Jón Hjalti Eiríksson, erfða- og kynbótafræðingur hjá LbHÍ

Skylt efni: riða | riða í sauðfé

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...