Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Minn persónulegi draumur er líka aukið hlutfall lífræns vottaðs landbúnaðar, meiri fjölbreytni og nýsköpun,“ segir Elínborg Erla.
„Minn persónulegi draumur er líka aukið hlutfall lífræns vottaðs landbúnaðar, meiri fjölbreytni og nýsköpun,“ segir Elínborg Erla.
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hún er lífrænn grænmetisbóndi og var nýverið kjörinn formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu. Hún kynnir hér búskap sinn.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir.

„Ég kaupi jörðina og flyt hingað árið 2015, en þá hafði ekki verið stundaður búskapur hér í þónokkur ár og ekki verið föst búseta. Það voru heldur engin útihús eða slíkt, aðeins íbúðarhúsið. Ég er síðan búin að vera að vinna í því að byggja hér upp rekstur, komin með þrjú óupphituð bogahús, pökkunaraðstöðu og búin að rækta upp land. Einnig er kominn sjálfsafgreiðslukofi niðri við veg þar sem fólk getur keypt afurðir búsins í sjálfsafgreiðslu yfir sumartímann,“ segir Elínborg Erla.

Býli, gerð bús? Ég er með lífrænt vottaða grænmetisræktun og smá skógrækt. Auk þess að selja grænmetið ferskt þá vinn ég líka úr því ýmiss konar afurðir, svo sem chutney, bragðbætt salt og grænmetisbollur. Svo á ég nokkrar hænur og endur, en þær eru nú frekar gæludýr en búfénaður.

Vegfarendur í Skagafirði geta komið við í sjálfsafgreiðslukofa við veginn hjá lífræna búinu Breiðargerði.

Hvers vegna velur þú þessa búgrein? Vegna brennandi áhuga á ræktun, sérstaklega á ræktun matjurta og lífrænum ræktunaraðferðum. Svo er líka bara svo gott að búa í sveit.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög breytilegt eftir árstíma. Á vorin hefst sáning og forræktun, síðan útplöntun og umhirða og loks uppskera. Veturna nýti ég síðan til þess að vinna við framleiðsluna, vinna afurðir úr ræktun ársins.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er gaman þegar gengur vel, en síður þegar gengur illa. Það er samt þannig að yfirleitt lærir maður mest af því sem mistekst eða gengur illa, svo þegar upp er staðið er þetta kannski bara allt skemmtilegt?

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi og hverjar eru áskoranirnar? Það jákvæða er til dæmis að starfinu fylgja forréttindi á borð við það að ráða sér frekar mikið sjálfur, fá að vera mikið utandyra, vinna með höndunum og sjá hluti verða til og blómstra – bókstaflega jafnvel.

Elínborg vinnur fjölbreyttar vörur úr afurðunum sínum.

Hvernig sérð þú landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn og spá aukinni virðingu fyrir íslenskum landbúnaði og stöðugleika á komandi árum. Áherslu á sjálfbærni og hófsemi í bland við aukna hagkvæmni. Minn persónulegi draumur er líka aukið hlutfall lífræns vottaðs landbúnaðar, meiri fjölbreytni og nýsköpun.

Instagram: @breidargerdi

Þar birti ég reglulega myndir frá starfseminni og upplýsingar um hvað sé á döfinni og hvar afurðir búsins fást þá stundina.

Næstu tvær vikur mun Elínborg gefa lesendum innsýn inn í bústörf sín í gegnum Instagram-reikning Bændablaðsins.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...