Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stálu nashyrningshornum fyrir 141 milljón krón
Fréttir 9. júní 2015

Stálu nashyrningshornum fyrir 141 milljón krón

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjófar í Mósambík brutust inn í geymslu lögreglunnar í Maputo, höfuðborg landsins, og höfðu á brott með sér tólf nashyrningshorn sem metinn eru á 700.000 bresk pund, eða un 141 milljón íslenskra króna.

Ekki eru margar vikur liðnar síðan lögreglan í Mósambík gerði upptæk mörg nashyrningshorn og fílatennur sem selja átti úr landi. Tólf þessara horna hefur nú verið stolið úr vörslu lögreglunnar. Fréttir herma að gæsla á hornunum hafi verið lítil og þau geymd í litlum skáp sem læstur var með þremur hengilásum.

Talið er að hornin sé upprunnin í Suður-Afríku, þar sem nashyrningar eru útdauðir í Mósambík, og að átt hafi að smygla þeim frá Afríku til Asíu í gegnum Mósambík.
Fjórir lögreglumenn hafa verið handteknir grunaðir um að eiga aðild að þjófnaðinum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...