Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stafrænn fjölmiðill mengar meira en prentmiðill
Utan úr heimi 11. júní 2024

Stafrænn fjölmiðill mengar meira en prentmiðill

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kolefnisfótspor stafrænnar útgáfu dagblaðsins Le Monde reyndist stærra en sótspor prentútgáfu þess, í mælingu á umhverfisáhrifum fjölmiðlafyrirtækisins.

Franski fjölmiðlarisinn gaf nýlega út skýrslu sem tiltekur kolefnisfótspor samsteypunnar. Þar kemur í ljós að stafræn útgáfa fjölmiðilsins er tekin fram úr prentmiðlinum.

Fram kemur í frétt á vef Le Monde að skýrslan tiltaki losun gróður- húsalofttegunda við framleiðslu útgáfunnar, bæði á stafrænu formi og prenti. Í tilkynningu frá samsteypunni segir að með greiningunni vilji fjölmiðillinn öðlast ítarlegri skilning á sótspori tengdu starfsemi félagsins. Innan samsteypunnar eru hinir ýmsu fjölmiðlar í eigu hennar í Frakklandi en auk dagblaðsins Le Monde rekur samsteypan m.a. Courrier International, Le HuffPost, Le Monde Diplomatique, Télérama og La Vie, auk auglýsingastofunnar M Publicité og dótturfyrirtækisins VM Magazines.

Niðurstöður mælingarinnar á losun dagblaðsins Le Monde sýnir að stafræna starfsemi fjölmiðilsins stuðlar að 62 prósentum af kolefnisfótspori þess. Á sama tíma leggur pappírsútgáfan til 28 prósent af útblæstri fyrirtækisins og 10 prósent eru rakin til rekstrar þess. Blaðið er gefið út daglega á prenti, en auk þess heldur Le Monde úti vef og smáforriti. Útreikningarnir taka til framleiðslu og notkun lesenda á stafrænni útgáfu en niðurstaðan bendir til þess að hún sé orðin orkufrekari en prentmiðillinn.

Þannig reiknast 38 prósent af heildarkolefnisfótspori Le Monde- samsteypunnar frá stafrænum lestri á útgáfunni vegna notkunar á raftækinu sem lesið er af. Annar stór útblástursþáttur er flutningur gagna til notenda sem telst til 10 prósenta af heildinni. Helsti losunarþáttur prentmiðilsins er pappírinn sem telst til 24 prósenta af kolefnisfótsporinu. Dreifingin reiknast sem fimm prósent af heildarfótsporinu.

Gögnum sem safnað var í mælingunni er ætlað að veita innsýn í hvaða þættir fjölmiðlarekstrar stuðli að losun gróðurhúsalofttegunda að því er fram kemur í frétt Le Monde.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...