Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kvenblóm á stafafuru.
Kvenblóm á stafafuru.
Mynd / PH
Á faglegum nótum 18. nóvember 2022

Stafafura (Pinus contorta)

Höfundur: Pétur Halldórsson.

Stafafura er stórvaxin trjátegund sem ætti að geta náð að minnsta kosti þrjátíu metra hæð hérlendis.

Tegundin hefur ýmsa kosti sem henta sérlega vel fyrir nýskógrækt á Íslandi. Hún auðgar rýrt land og býr í haginn fyrir næstu kynslóðir trjáa en gefur líka verðmæti í formi viðarafurða. Á Suður- og V esturlandi er hún eina tiltæka nytjatrjátegundin sem vex bærilega í rýru mólendi. Um allt land er hún sú tegund sem helst er hægt að rækta á flatlendi þar sem frosthætta er mikil. Þá er hún líka vinsælasta íslenska jólatréð. Stafafura er því mjög mikilvæg tegund í skógrækt á Íslandi.

Að vaxtarlagi hneigist stafafura til að verða einstofna tré en krónan getur verið mjög misbreið, bæði eftir aðstæðum og uppruna þess kvæmis sem notað er hverju sinni. Stafafura er svokölluð tveggja nála fura sem þýðir að tvær nálar eru oftast í knippi en iðulega má þó sjá þrjár í knippi líka.

Hérlendis hafa verið reynd kvæmi vítt og breitt af útbreiðslusvæði stafafuru í Norður-Ameríku. Mest hafa verið notuð kvæmi ættuð frá Skagway í Alaska og nágrenni. Þau þola betur útivistina hér en flest önnur og gefa fallegri jólatré. Bestu innanlandskvæmin hafa aftur á móti fíngerðari greinar, eru gjarnan beinvaxnari og því vænlegri sem timburtré. Þau eru helst gróðursett í innsveitum.

Stafafura er ljóselsk tegund og þarf því góða birtu til að vaxa úr grasi. Fyrstu árin vex hún fremur hægt á nýjum svæðum en nær smám saman allhröðum vexti. Hún er að miklu leyti sjálfri sér nóg um næringu enda í öflugu sambýli við sveppi og annað jarðvegslíf. Í stálpuðum furuskógi er gróskan svo mikil að sjálfsánar furur komast mun hraðar í góðan vöxt en þær sem gróðursettar eru sem frumherjar á rýru landi. Gæta þarf vel að rótarkerfi stafafuru og best að
hún komist í jörð áður en rætur ná að vaxa saman í þétt knippi í plöntubakka eða potti. Best rótarkerfi hafa því þær plöntur sem komast fljótt í jörð eða það sem enn betra er, þær sem vaxa upp af fræi úti í náttúrunni. Þá ná trén að skjóta rótum í allar áttir, verða stöðugri í vindi þegar þau stækka og minni hætta á að þau verði völt eða sveigð. Stafafurur eru viðkvæmar fyrir snjóbroti þegar blotasnjór sest í þær, einkum kvæmi með grófar greinar á borð við Skagway.

Með réttri grisjun stafafuru fæst með tímanum bjartur og fallegur skógur sem opnar fyrir fjölskrúðugan gróður á skógarbotni.

Styrkur stafafuru er ekki síst gott frost- og vindþol. Þó er furan viðkvæm fyrir saltákomu, næðingskulda og skaraveðrum á vetrum sem skemma nálar. Þegar vorar þorna nálarnar upp og roðna. Þá geta trén litið mjög illa út en ná sér yfirleitt aftur á strik ef brum eru óskemmd. Stafafura vex sæmilega í rýrum jarðvegi og framleiðir mikinn lífmassa. Þá byrjar hún ung að mynda fræ og er líka fljót að verða fallegt jólatré. Núorðið er hún vinsælasta íslenska jólatréð enda barrheldin, fallega græn og ilmandi.

Stafafura er réttilega ein aðaltegundin í íslenskri skógrækt og ásamt rússalerki ein besta frumherjategundin á rýru landi. Hún er góð fóstra fyrir sitkagreni. Blandskógar furu og grenis hafa gefið góða raun. Þegar kemur að endurnýjun skógar má nýta jarðveginn sem hún hefur bætt fyrir kröfuharðari trjátegundir ellegar rækta nýjan og betri furuskóg á grunni þess gamla.

Nokkuð er talað um ógnir af sjálfsáningu stafafuru á Íslandi. Rannsóknir eru gerðar á dreifingu hennar og eru nú orðnar fastur liður í reglulegum vísindalegum úttektum á skóglendi landsins. Stafafura fellur ekki undir skilgreiningu íslenskra laga á ágengum framandi tegundum og ekkert sem bendir til þess að útbreiðslan sé óviðráðanleg, né að furan ógni líffjölbreytni eða öðrum verðmætum.

Skylt efni: stafafura | Skógrækt

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...