Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum
Fréttir 8. janúar 2021

SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum

Höfundur: smh

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar verðbreytingar á afurðaverði hjá Sláturfélagi Suðurlands (SS). Samkvæmt nýútgefinni verðskrá lækka allir nautgripaflokkar nema ungkálfar um fimm prósent og gripir sem eru undir 200 kílóum lækka um þrú til fimm prósent umfram hina almennu lækkun.

Ungkálfar eru samkvæmt verðskrá SS hækkaðir um tíu prósent til að hvetja til minni ásetnings. Ástæður verðbreytinganna eru sagðar vera birgðasöfnun og versnandi staða á kjötmarkaði og taka gildi frá 18. janúar næstkomandi.

Í bréfi sem stjórn LK hefur sent stjórn SS er þessum breytingum mótmælt harðlega og óskað er eftir að stjórn taki þessa ákvörðun til endurskoðunar. „Með gengdarlausum lækkunum á greinina undanfarin ár og núna boðuðum aðgerðum til að hvetja sérstaklega til samdráttar í framleiðslu óháð öllu er farið í þveröfuga átt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að gæðin og sérstaðan skipta ekki máli, einungis að geta keppt við verð. Nú þegar greinin fer í gegnum gríðarlega erfiðan tíma sökum Covid-19 gerir LK þá kröfu að afurðafyrirtæki í eigu íslenskra bænda -og markaðssetur sig sérstaklega sem slíkt – standi með bændum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður LK.

 

Sjá nánar um bréf LK til SS á vef sambandsins (naut.is).

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...