Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er.
Fréttaskýring 24. nóvember 2017

Spóluhnýðissýking, smitandi veirungar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Spóluhnýðissýking sem greinst hefur í tómötum hér á landi stafar af veirungi sem kallast Potato spindle tuber viroid. Veirungar eru minnsta smitandi eining sem þekkt er og samsett úr stuttum hringlaga og einstengdum RNA kjarnasýrum án próteinhjúps.

Potato spindle tuber viroid  er fyrsti veirungurinn sem greindist og eru tómatar og kartöflur náttúrulegir hýslar hans. Veirungar hafa einungis greinst í háplöntum.  Til eru mismunandi afbrigði Potato spindle tuber viroid og allir valda þeir sýkingum í háplöntum og uppskeruminnkun í nytjaplöntum.

Sýkingareinkenni mismunandi Potato spindle tuber viroid eru allt frá því að vera vægar yfir í að vera mjög alvarlegar. Einkenni geta verið misalvarleg eftir umhverfisaðstæðum. Þau aukast við hærra hitastig og eftir því hversu lengi veirungurinn fær að grassera óáreittur.

Almenn einkenni eru að blöðin verða minni, verpast og taka á sig gulan eða fjólubláan lit. Undirvöxtur í kartöflum verður minni og tómatar líka og þeir fá á sig gulleitar skellur.

Spóluhnýðissýking er landlæg víða um heim, í Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjunum og Kanada, Kína, mörgum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna og mörgum Evrópuríkjum. Þrátt fyrir það hefur tekist að útrýma sýkingunni á mörgum svæðum.

Sýkingin getur breiðst út með blaðlús en hér á landi er mest hætta á að hún berist út með fjölnotaumbúðum og vörubrettum. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...