Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá spildudegi sem haldinn var í Skagafirði í sumar. Rætt um dreifingu á tilbúnum áburði í flottum „kennslusal“.
Frá spildudegi sem haldinn var í Skagafirði í sumar. Rætt um dreifingu á tilbúnum áburði í flottum „kennslusal“.
Á faglegum nótum 6. september 2019

Spildudagur RML

Höfundur: Sigtryggur V. Herbertsson
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar­ins, RML, leitar ýmissa leiða til að efla sína ráðgjöf. Ein leið sem RML vill auka og þróa eru viðburðir þar sem bændum er gefinn kostur á að koma saman og fræðast við raunaðstæður um ýmis málefni, leið sem þekkt er hjá sambærilegum ráðgjafarfyrirtækjum erlendis.
 
Sem dæmi má nefna „Borgeby fältdaga“ í Svíþjóð og „Fagdag“ sem NLR í Noregi stendur fyrir. Til að kanna viðtökur bænda og til að ná að þróa þessa gerð ráðgjafar, fóru ráðunautar í víking til Svíþjóðar á Borgeby fältdagar. Sú sýning er orðin mjög stór landbúnaðarsýning sem haldin er árlega. Í ár sóttu hana hátt í 20 þúsund bændur og sveitafólk. 
 
Í fyrstu var þetta samkoma þar sem boðið var upp á skoðun á tilraunareitum. Þegar heim var komið var ákveðið að halda spildudag í Skagafirði þótt fyrirvarinn og tími til undirbúnings væri ekki langur. Þátttaka bænda var góð, þrátt fyrir litla kynningu fyrir utan vefsíðu RML
 
Eiríkur Loftsson, ráðunautur RML og Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal, í kornakri.
 
Ákveðið var að taka fyrir áburðardreifingu, bæði á tilbúnum og húsdýraáburði ásamt því að skoða korntegundir og nokkur yrki þeirra sem ræktuð eru í Keldudal í sumar. Einnig fengu þátttakendur kynningu á áburðartilraun sem gerð er í sumar í Keldudal og er liður í Bsc-verkefni Sunnu Þórarinsdóttur. Þar er borin saman mismunandi áburðargjöf á fjórum ólíkum jarðvegsgerðum auk þess sem skoðuð eru áhrif loftunar jarðvegs að vori á uppskeru.
 
Fjallað var um efnainnihald húsdýraáburðar og rætt hvað mismikil þynning hefur áhrif á efnamagn og nýtingu kúamykju. Jafnframt hafa mælingar sýnt að efnainnihald kúamykju er breytilegt milli búa og því mikilvægt að bændur sendi sýni af henni til efnagreiningar.  
 
Einnig var fjallað um dreifingu á tilbúnum áburði og áburðardreifara, bakkapróf sett upp og skýrt hvernig mismunandi aðstæður hafa áhrif á dreifigæði.
 
Búið er að senda út könnun til þátttakenda um þeirra upplifun af viðburðinum, hvernig megi bæta spildudag í framtíðinni og hvaða tillögur bændur hafa í þeim efnum. Markmið verkefnisins er að halda spildudag aftur á næsta ári sem verði þá stærri í sniðum, efnistök, umfang og staðsetning verða ákveðin þegar búið er að gera upp þennan dag.
 
Hluti af yrkjum sem voru til sýnis.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...