Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Stokkurinn inniheldur 52 spil og regluspjald. Spilið er í anda spilsins veiðimaður þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum.


Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar. Stokkurinn er stærri en hefðbundinn spilastokkur vegna fræðslunnar sem fylgir. Spilið er í A6 stærð eða 10,5 x 14,7 sentímetrar. Blómamynd eftir listamanninn Eggert Pétursson skreytir spilin og umbúðirnar og kemur spilið í fallegri öskju.


Í spilinu er spilað með þrettán plöntutegundir og ef vel gengur með fyrsta stokkinn munu bætast við fleiri stokkar með nýjum tegundum á næstu árum. Guðrún Bjarnadóttir, hjá Hespuhúsinu, höfundur og útgefandi spilsins, segir að hugmyndin að spilinu eigi uppruna sinn í því að hún hafi verið að kenna plöntugreiningu í fjölmörg ár og farið með fólk í fræðslugöngur um plöntur. „Mér til hálfgerðrar skelfingar áttaði ég mig á því hversu almennt er að fólk þekkir ekki algengustu plönturnar í náttúrunni í kringum okkur. Flest fólk býr í borgum og bæjum og tengslin við náttúruna eru að rofna. Spilið, sem er unnið upp úr bókinni Grasnytjar á Íslandi, þjóðtrú og saga sem kom út árið 2018, er því viðleitni til að vekja áhuga fólks á plöntum og um leið að miðla smá fróðleik um þær. Stefnt er að því að gefa spilið út á ensku og pólsku með haustinu.“ Flóruspilið fæst í Hespuhúsinu sem er staðsett rétt fyrir utan Selfoss og hægt er að panta það á www.hespa.is og fá upplýsingar um spilið og verslanir sem hafa spilið í sölu.

Skylt efni: Spil | plöntutegundir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...