Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tíð verið eftirsótt fæða, enda ein næringarríkasta tegund sjávarjurta sem vex hér við land. Má vænta að þeirra hafi verið neytt hérlendis frá upphafi byggðar ef marka má orð Egils Skallagrímssonar: „Slíkt gerir að er sölin étur þyrstir æ þess að meir.“

Sölvatínsla þarf að fara fram seinni hluta sumars við stórstraumsfjöru og þykja bragðbest ef hægt er að þurrka þau á sléttum klöppum böðuð sólskini, en svo segir í viðtali við hjónin Hrafnkel Karlsson og Sigríði Gestsdóttur í tímaritinu Frey árið 1988. Hrafnkell segir skerið Hásteinasker fylgja jörðinni þeirra, Hrauni í Ölfusi, en þar hefur farið fram sölvatekja frá aldaöðli og selja þau hjónin hluta uppskerunnar í náttúrulækningabúðum og víðar.

Myndin sem fylgir greininni sýnir frá sölvatínslu í Ölfusinu árið 1992, en að Hásteinaskerinu þarf að fara með báti og nokkur vinna er við að handtína sölin sem sett eru í körfur og poka. Ónefndur maður er hér fyrirsæta myndarinnar, vel útbúinn og virðist farast verkið vel úr hendi.

Skylt efni: Söl

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...