Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tíð verið eftirsótt fæða, enda ein næringarríkasta tegund sjávarjurta sem vex hér við land. Má vænta að þeirra hafi verið neytt hérlendis frá upphafi byggðar ef marka má orð Egils Skallagrímssonar: „Slíkt gerir að er sölin étur þyrstir æ þess að meir.“

Sölvatínsla þarf að fara fram seinni hluta sumars við stórstraumsfjöru og þykja bragðbest ef hægt er að þurrka þau á sléttum klöppum böðuð sólskini, en svo segir í viðtali við hjónin Hrafnkel Karlsson og Sigríði Gestsdóttur í tímaritinu Frey árið 1988. Hrafnkell segir skerið Hásteinasker fylgja jörðinni þeirra, Hrauni í Ölfusi, en þar hefur farið fram sölvatekja frá aldaöðli og selja þau hjónin hluta uppskerunnar í náttúrulækningabúðum og víðar.

Myndin sem fylgir greininni sýnir frá sölvatínslu í Ölfusinu árið 1992, en að Hásteinaskerinu þarf að fara með báti og nokkur vinna er við að handtína sölin sem sett eru í körfur og poka. Ónefndur maður er hér fyrirsæta myndarinnar, vel útbúinn og virðist farast verkið vel úr hendi.

Skylt efni: Söl

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...