Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Fréttir 17. janúar 2024

Solis vinsælustu dráttarvélarnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á vef Samgöngustofu má sjá að 852 nýjar dráttarvélar voru nýskráðar á landinu á árinu 2023.

Af þeim ganga 152 tæki fyrir dísil og má reikna með að á bak við þær tölur séu hefðbundnar dráttarvélar, á meðan restin séu dráttarvélaskráð fjórhjól.

Þegar flokkurinn er skoðaður þá trónir tegundin Can-Am hæst með 219 tæki, en það er kanadískur framleiðandi fjórhjóla. Séu hin hefðbundnu vörumerki landbúnaðartækja skoðuð er Solis, hinn indverski framleiðandi á smáum dráttarvélum, á toppnum með 34 traktora. Þar fyrir neðan eru gamalgróin merki eins og Massey Ferguson, Kubota og Valtra. Samanborið við árið 2022 er þetta fækkun um tólf ný dráttarvélaskráð tæki sem ganga fyrir dísil. Þá voru fluttar inn 42 Solis-dráttarvélar, samanborið við 34 árið 2023.

Í fyrra voru 79 notaðar dráttarvélar nýskráðar á landinu og var Massey Ferguson vinsælasta tegundin með 23 eintök.

Sé fjöldi nýskráninga eftir undirtegund skoðaður sést að fjórar notaðar dráttarvélar af gerðinni Farmall voru fluttar til landsins.

Skylt efni: dráttarvélar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...