Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Valur hjá Vallarbraut færði mér lítinn Solis til að prófa.
Jón Valur hjá Vallarbraut færði mér lítinn Solis til að prófa.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 7. september 2021

SOLIS 26 HST – smátraktor frá Indlandi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Þegar Vallarbraut bauð mér að prófa nýtt rússneskt fjórhjól þá stakk ég upp á að fá að prófa litlu 26 hestafla Solis dráttarvélina með flaghefli. Jón Valur í Vallarbraut færði mér vélina upp í litla æfingabraut fyrir motocross sem þurfti að laga. Þegar hann færði mér vélina spurði ég út í helstu kostina og hann svaraði: HST stendur fyrir hydrostatic, sem er vökvaskipting svo aðeins þarf að stíga á pedala fyrir áfram og afturábak.

Helsti munurinn á þessari og þeirri beinskiptu (sem þú mokaðir snjó á fyrir nokkrum árum) eru skiptingin, stærri dekk, stærra og betra sæti með örmum, tvö aflúrtök, eitt að aftan og eitt undir kvið sem býður upp á að hægt er að setja t.d. sláttuvél undir miðja vél. Þessi vél er einnig með rafmagnskúplingu fyrir aflúrtak og svo að sjálfsögðu cruise control.

Glussadrifin skiptingin algjör snilld
Bráðnauðsynlegur takki, hraða­stillirinn (cruise control), við svona hefilvinnu.

Jón hafði sett 150 cm flaghefil á vélina (sem fæst líka í Vallarbraut og hægt að snúa 360 gráður og er nú á tilboði á 130.000). Með þessum útbúnaði hugðist ég laga þvottabretti sem voru í æfingabrautinni. Solis vélin fór létt með að draga flaghefilinn í brautinni með mikið af efni í heflinum og eftir þrjár heflanir fram og til baka var brautin orðin rennislétt. Galdurinn var að fara nógu hægt, en það er auðvelt að stjórna hraðanum með glussadrifinni skiptingunni og þegar réttum hraða er náð var ýtt á „cruise control“ takkann og þá bara að sitja og bíða þar til hringurinn var heflaður, snúa við og hefla til baka.

Hentug dráttarvél við smærri verkefni

Fyrir nokkrum árum mokaði ég innkeyrsluna hjá mér á eins vél, en nú með þessari nýju glussadrifnu skiptingu er mun betra að vinna á vélinni. Hávaðinn frá mótornum er ekki mikill þrátt fyrir að vélin sé húslaus. Grunnverð á 26 hestafla Solis er 1.865.000, en hægt er að fá ýmsan búnað og t.d. þá kostar vélin með 420 kg ámoksturstækjum 2.445.000.

Á þessari vél var búið að setja frambúnað fyrir snjótönn eða sláttuvél, þessi frambúnaður lyftir 600 kg. Hægt er að fá misgróf dekk undir vélinni, en þessi vél var á dekkjum sem henta vel á golfvelli, mér fannst þau grípa vel þarna í mölinni og engin þörf á dekkjum með hefðbundnu dráttarvélamunstri. Nánari upplýsingar um vélina og önnur tæki frá Vallarbraut má nálgast á vefsíðunni www.vallarbraut.is.

Glussastjórnunin, áfram eða aftur­á­bak.

Skylt efni: smátraktor

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...