Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sólheimahjáleiga
Bóndinn 8. febrúar 2019

Sólheimahjáleiga

Á Loðmundarstöðum búa Einar Freyr Elínarson og Sara Lind Kristinsdóttir. 
 
Þau reka félagsbú með Elínu Einarsdóttur og Jónasi Marinóssyni, sem búa í Sólheimahjáleigu. 
 
Býli: Býlið heitir Sólheimahjáleiga. 
 
Staðsett í sveit: Í Mýrdalnum við rætur Sólheimajökuls, þar sem Loðmundur gamli nam land. 
 
Ábúendur: Einar Freyr Elínarson og Sara Lind Kristinsdóttir (búa á Loðmundarstöðum) í félagsbúi með Elínu Einarsdóttur og Jónasi Marinóssyni (búa í Sólheimahjáleigu).
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin tvö; Gréta Björk, fimm ára og Ásmundur Kristinn, þriggja mánaða og tíkurnar Ronja og Perla. 
 
Stærð jarðar? Um 50 hektarar af túnum og nokkur þúsund hektarar af svörtum sandi og heiðarlandi milli jökuls og sjávar. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og ferða­þjónusta. Köllum okkur ferða­þjónustu­bændur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 290 kindur, 4 geitur, 3 hesta, 14 hænur og 20 herbergja gistiheimili.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gjafir í fjárhúsum um morgun og seinnipart ásamt tilfallandi vinnu við ferðaþjónustuna, s.s. framreiðsla morgun- og kvöldverðar.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegast er að hreinsa grindur í fjárhúsunum. Skemmtilegast er að hleypa út lambám á vorin í góðu veðri og elda góðan mat fyrir ferðamenn.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Þá verðum við vonandi búin að þróa heimavinnslu afurða hjá okkur enn frekar og farin að græða pening á sauðfénu í gegnum ferðaþjónustuna!
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru skemmtileg en mikilvægt er að félagskerfið sé einfaldað og gert markvissara.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel svo lengi sem menn eru tilbúnir að berjast fyrir honum!
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Besti útflutningurinn er að selja ferðamönnum hér heima og kynna þá fyrir öllum þeim frábæru kennimerkjum íslenskra matvæla; rekjanleika og lítilli lyfjanotkun. Þeir bera svo hróðurinn út um heim allan og markaðir opnast.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, mjólk, egg og lýsið, sem staðið hefur óopnað síðasta árið. Og að sjálfsögðu er frystirinn fullur af kjöti 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kindahakk sem nýtist í hina ýmsu rétti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar geiturnar voru komnar upp á húsþak og það þurfti að setja rafstreng á þakskeggið. 
 
Einnig flutningur búfjár í Meðallandið vorið 2010, vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.

6 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...