Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Búðardalur í Dalabyggð, þar sem um 38,5 prósent íbúa sveitarfélagsins búa.
Búðardalur í Dalabyggð, þar sem um 38,5 prósent íbúa sveitarfélagsins búa.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna stuðningi Byggðastofnunar, en viðvarandi skortur hefur verið þar í slíkum fjárfestingum sem hefur hamlað framþróun í byggðarlaginu.

Uppbyggingaráformin eru hluti af samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Fjárfestingafélagsins Hvamms. „Byggðastofnun og Dalabyggð hafa nú undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til þetta fjármagn í verkefnið og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð.

Fyrirmynd að öðrum sambærilegum verkefnum

Hann segir að um tilraunaverkefni sé að ræða. „Við erum að leita að samstarfsaðilum sem vilja koma inn sem fjárfestar í verkefninu, byggingaraðilum sem jafnframt hafa áhuga á því að fjárfesta í verkefninu eða kaupendum á eignarhlut í húsnæðinu.

Það er verulega ánægjulegt að fá þessa sterku aðkomu Byggða- stofnunar að þessu verkefni okkar í Dalabyggð og ég er handviss um að þetta verkefni, ef vel tekst til, verði fyrirmynd að sambærilegum verkefnum hringinn í kringum landið þar sem aðstæður eru viðlíka og hjá okkur í Dölum þar sem skortur hefur verið undanfarin ár í innviðauppbyggingu,“ segir BjörnBjarki.

Fulltrúar Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Fjárfestingafélagsins Hvamms skoða svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa húsnæði viðbragðsaðila og atvinnuhúsnæði.

Þátttaka í Brothættum byggðum

Á undanförnum misserum hefur sveitarfélagið háð harða varnar- baráttu til að sporna við mikilli fækkun íbúa sem varð á árabilinu 1998 allt fram til 2021 en á því tímabilinu fækkaði íbúum úr 833 niður í 607. Íbúafjöldi nú í Dalabyggð er um 660.

Búðardalur er eini þéttbýlis- kjarninn í sveitarfélaginu, en þar búa 38,5 prósent íbúanna. Í dreifbýlinu er stundaður öflugur landbúnaður og er sauðfjárrækt þar helsta greinin. Meira en 80 sauðfjárbú eru í sveitarfélaginu og þar eru nokkur af stærstu búum landsins.

Þátttaka í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir, sem hófst á fyrri hluta árs 2022, hefur hleypt meira lífi í dreifbýlið, en það gengur undir heitinu DalaAuður.

Uppbygging í gangi

Að sögn Björns Bjarka er mikill sóknarhugur og metnaður í samfélaginu í Dölum. „Nú er til skoðunar, auk uppbyggingar atvinnuhúsnæðis, að koma af stað uppbyggingu húsnæðis fyrir viðbragðsaðila, slökkvilið, sjúkrabíla og lögreglu – sem eru í raun húsnæðislausir í dag – ásamt björgunarsveit, slysavarnadeild og Rauða krossinn. Þarna gætu verið áhugaverðir samnýtingarkostir og samlegðaráhrif.

Þessi verkefni eru verulega jákvæð viðbót við verkefni sem eru í gangi, en verið er að byggja ný íþróttamannvirki og nú er að fara af stað bygging íbúða sem búið er að úthluta lóðum fyrir.

Í mínum huga er það í raun mikill heiður að fá tækifæri til að koma að þessum uppbyggingarverkefnum öllum sem um ræðir sem hafa farið af stað á undanförnum misserum og eru í farvatninu.“

Skylt efni: Búðardalur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...