Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði.
Fréttir 12. janúar 2017

Sóknarfærin eru á landsbyggðinni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þetta er í fjórða sinn sem markaðsstofurnar taka höndum saman og setja upp viðburðinn Mannamót 2017 fyrir samstarfsfyrirtæki sín.
 
Arnheiður Jóhannsdóttir.
Viðburðurinn verður fimmtudaginn 19. janúar milli 12 og 17 og er tilgangurinn að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu og markmiðið að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu úti á landi.
 
Tilgangurinn með viðburðinum er einnig sá að auka dreifingu ferðamanna um landið allt. Það verði gert með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. 
 
Þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins á seinni árum eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum.
Að beina straumnum út á land
 
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talskona Mannamóta, segir að tækifærin séu mörg í ferðaþjónustunni úti á landi og að hægt sé að taka á móti mun fleiri ferðamönnum en gert sé nú. „Það er óþarfi að hægja á straumi ferðamanna til landsins,“ segir hún. „Það þarf bara að beina honum lengra út á landið.“ 
 
Hún segir að þótt þróunin þokist í rétta átt sé mikil árstíðasveifla víða á landsbyggðinni og erfiðlega gangi að reka ferðaþjónustufyrirtæki utan háannatímans á sumrin. Eitt af hlutverkum Mannamóta sé að sýna fram á að fjölda vel rekinna ferðaþjónustufyrirtækja sé að finna á landsbyggðinni sem vel geti þjónustað mun fleiri viðskiptavini en nú sé gert. 
 
Tækifæri í landbúnaði 
 
Arnheiður nefnir sem dæmi landbúnaðinn sem nú hefur tækifæri til að framleiða matvæli handa vel yfir 2 milljónum manna árið 2017 til viðbótar við Íslendingana. „Tækifærin eru til staðar en það þarf að breyta áherslum eða starfsháttum til að nýta þau vel. Það er mikilvægt að við stöndum öll saman og tökum vel á móti ferðamönnum, fylgjumst með þróuninni á jákvæðan hátt og byggjum hér upp trausta atvinnugrein til lengri tíma.“ 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...