Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja bókin frá Hélène, Sokkar frá Íslandi, er gefin út á íslensku, ensku og frönsku.
Nýja bókin frá Hélène, Sokkar frá Íslandi, er gefin út á íslensku, ensku og frönsku.
Líf&Starf 25. janúar 2022

Sokkar frá Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hélène Magnússon, sem er franskur/íslenskur hönnuður var að gefa út nýja prjónabók, Sokkar frá Íslandi. Í bókinni endurvekur Hélène sokkahefðir á Íslandi og gefur þeim nýtt líf.

Bókin segir ýmislegt um sögu sokkaprjóns á Íslandi og er það bæði heillandi og hrífandi hvernig einfalt sokkapar getur afhjúpað brot úr daglegu lífi Íslendinga. Bókin inniheldur einnig 17 sokkauppskriftir með sterkum íslenskum blæ. Hélène sótti innblástur í gamla íslenska sokka, eldgamlar uppskriftir en einnig í hefðbundna íslenska vettlinga við vinnslu bókarinnar. Sokkarnir koma í mörgum stærðum og eru notaðar alls kyns aðferðir. Sokkar í bókinni voru prjónaðir með Kötlu Sokkabandi úr íslenskri lambsull, sem Hélène hannaði beinlínis fyrir sokkaprjón. „Á fullorðinsaldri greindist ég á einhverfurófi. Það umbreytti lífi mínu en ég er sannfærð í dag að einhverfan hefur verið mér styrkur til að koma á fót framleiðslu á mínu eigin garni og líka til að fara í eigin útgáfu. Ég hef líka miðlað ósvikinni ástríðu minni á ríkum prjónaarfi Íslands í göngu- og prjónaferðum, sem ég hef skipulagt og leiðbeint allt árið um kring á Íslandi i meira en 10 ár,“ segir Hélène, sem er fædd 1969 og býr í Reykjavík. 

Skylt efni: prjón | prjónabók

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...