Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sögulegar sættir
Fréttir 1. apríl 2015

Sögulegar sættir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var í dag um nýjan framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, en Sigurður Eyþórsson lét af störfum nú um mánaðamótin eins og kunnugt er.

A heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að nýi framkvæmdastjórinn er enginn annar en hagfræðiprófessorinn góðkunni Þórólfur Matthíasson. Ákvörðunin kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að Þórólfur hefur hingað til verið talinn einn af helstu gagnrýnendum landbúnaðarstefnunnar í landinu. Aðspurður segir Þórarinn Pétursson formaður LS, að það hafi einfaldlega verið tekin sú ákvörðun að nauðsynlegt væri að fá nýtt blóð að rekstri samtakanna.

"Okkur datt Þórólfur fljótt í hug og ákváðum að kanna málið. Það kom líklega báðum jafnmikið á óvart að samkomulag skyldi nást en það kom í ljós að Þórólfur var einnig að leita nýrra áskorana - og þetta er niðurstaðan. Það má kalla þetta sögulegar sættir. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun og hlakka til samstarfsins".

Skylt efni: 1. apríl

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...