Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Á faglegum nótum 7. júní 2016

Sofandi tré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknum á plöntum hefur fleygt fram undanfarin ár. Ýmislegt bendir til að tré deili upplýsingum sín á milli með hjálp sveppróta í jarðvegi og að þau hafi minni.

Nýjar rannsóknir á birkitrjám benda til að þau hægi á starfsemi sinni á nóttunni og sofni jafnvel.

Í nýlegri rannsókn sem var gerð samtímis í Finnlandi og Austurríki var leysiskanna beint að birkitrjám um sumartíma þegar starfsemi þeirra er í hámarki. Skönnun á trjánum á mismunandi tímum sólarhringsins sýna að starfsemi þeirra er ólík á daginn og á nóttunni. Á myndunum sést greinilega að greinar trjánna síga um allt að tíu sentímetra þegar líður á nóttina og engu líkara en að þau slappi af. Greint er frá þessu í tímariti sem kallast Frontiers in Plant Science.

Reyndar hefur lengi verið vitað að plöntur hægja á starfsemi sinni á nóttunni og fjallaði Charles Darwin um það í einni af sínum bókum. Blóm lokast á nóttunni og á sumum plöntum verpast blöðin. Rannsóknin sem hér er sagt frá er sú fyrsta sem sýnir fram á að það slakni á greinum trjánna.

Mest hanga greinarnar um tveimur klukkustundum fyrir sólarupprás. Helsta skýringin á svefni trjánna er talin vera sú að á nóttunni eigi ljóstillífun sér ekki stað og þá minnki vökvaþrýstingurinn í greinunum og þær slúti undan eigin þunga.

Næstu skref í rannsóknum á svefnvenjum trjáa er að skoða hvort fleiri tegundir en birki fái sér lúr á nóttunni og ef svo er hvernig svefnvenjur þeirra eru. Einnig er áhugavert að skoða hvort tré dreymi, hrjóti eða gangi jafnvel í svefni.
   

Skylt efni: tré | rannsóknir

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f