Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og víðs vegar um land fór að snjóa, vetrarfærð var á fjallvegum norðan- og austanlands.

Hér má sjá Heklu Lind Jónsdóttur, sem var í sauðburði á Neðri- Brunná hjá ömmu sinni og afa, Margréti Kristjánsdóttur og Þresti Harðarsyni, í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Hafði hún mótað snjókall þann 16. maí, sem enn fremur var fyrsti dagurinn sem bændurnir sáu færi á að setja lambfé út eftir maíhretið. Voru þau þá með 200 bornar ær enn inni og þröng var orðið á þingi. Mynd / Díana Rós Þrastardóttir
Karl, Camilla og Díana

Hér má sjá Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, ásamt dótturdætrum sínum, Eik og Evu. Guðni heldur í forystuá sína, Flugfreyju, sem fædd er Skúla Ragnarssyni á Ytra-Álandi.

Þegar Guðni eignaðist ána var flogið með hana suður og býr hún nú á Stóru-Reykjum í Flóa hjá þeim Geir Gíslasyni og Aldísi Þórunni Ragnarsdóttur. Í vor, nánar tiltekið á krýningardegi Karls Bretakonungs, eignaðist Flugfreyja þrjú lömb.

„Fyrstur kom Karl konungur í mórauðri skikkju með hvíta krúnu á höfði, svo Camilla í svartri skikkju með hvíta krúnu og svo þriðja lambið, hún Díana sem er óskaplega sæt móflekkótt,“ segir Guðni, en hér heldur Eik á Karli og Eva á Díönu.
„Díana er drottning í hugum Íslendinga. Camilla galt fyrir fláræðið og var sett undir aðra móður en Karl og Díana verða með móður sinni og nú vaknar spurningin hvort hún rækti forystuhæfileikann til jafns við móður sína,“ segir Guðni, en faðir lambanna er Fjalli frá Hárlaugsstöðum. Mynd / Páll Imsland

Mjá
„Ekki dirfast að trufla mig,“ gæti þessi ferfætti nautnaseggur verið að hugsa.
Mynd / Páll Imsland
Haldið undir skírn
Óvígður séra Arnór Dagur Árnason skírði hrútlambið hans Ármanns Inga Árnasonar. Fékk lambið nafnið Klaki enda fæddist það í hríð og kulda frá bændunum Jónda og Heiðu í Bræðrabrekku. Mynd / Hildur Ingadóttir
Fyrstu skrefin
Ugluflott frá Sýrnesi í Aðaldal, nefnd eftir foreldrum sínum, að sýna frumburðum sínum, móbotnóttri gimbur og svarbotnóttum hrút, veröldina, sólarhring eftir að þau fæddust. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Notalegheit
Eftir ærsl og leiki dagsins er gott að kúra saman og hvíla sig fyrir komandi fjör. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Vinátta
Hér eru góðir félagar, þau Tara og Jökull, sem nutu vorsins og veðurblíðunnar í Sýrnesi í Aðaldal. Mynd / Ragnar Þorsteinsson

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...