Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og víðs vegar um land fór að snjóa, vetrarfærð var á fjallvegum norðan- og austanlands.

Hér má sjá Heklu Lind Jónsdóttur, sem var í sauðburði á Neðri- Brunná hjá ömmu sinni og afa, Margréti Kristjánsdóttur og Þresti Harðarsyni, í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Hafði hún mótað snjókall þann 16. maí, sem enn fremur var fyrsti dagurinn sem bændurnir sáu færi á að setja lambfé út eftir maíhretið. Voru þau þá með 200 bornar ær enn inni og þröng var orðið á þingi. Mynd / Díana Rós Þrastardóttir
Karl, Camilla og Díana

Hér má sjá Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, ásamt dótturdætrum sínum, Eik og Evu. Guðni heldur í forystuá sína, Flugfreyju, sem fædd er Skúla Ragnarssyni á Ytra-Álandi.

Þegar Guðni eignaðist ána var flogið með hana suður og býr hún nú á Stóru-Reykjum í Flóa hjá þeim Geir Gíslasyni og Aldísi Þórunni Ragnarsdóttur. Í vor, nánar tiltekið á krýningardegi Karls Bretakonungs, eignaðist Flugfreyja þrjú lömb.

„Fyrstur kom Karl konungur í mórauðri skikkju með hvíta krúnu á höfði, svo Camilla í svartri skikkju með hvíta krúnu og svo þriðja lambið, hún Díana sem er óskaplega sæt móflekkótt,“ segir Guðni, en hér heldur Eik á Karli og Eva á Díönu.
„Díana er drottning í hugum Íslendinga. Camilla galt fyrir fláræðið og var sett undir aðra móður en Karl og Díana verða með móður sinni og nú vaknar spurningin hvort hún rækti forystuhæfileikann til jafns við móður sína,“ segir Guðni, en faðir lambanna er Fjalli frá Hárlaugsstöðum. Mynd / Páll Imsland

Mjá
„Ekki dirfast að trufla mig,“ gæti þessi ferfætti nautnaseggur verið að hugsa.
Mynd / Páll Imsland
Haldið undir skírn
Óvígður séra Arnór Dagur Árnason skírði hrútlambið hans Ármanns Inga Árnasonar. Fékk lambið nafnið Klaki enda fæddist það í hríð og kulda frá bændunum Jónda og Heiðu í Bræðrabrekku. Mynd / Hildur Ingadóttir
Fyrstu skrefin
Ugluflott frá Sýrnesi í Aðaldal, nefnd eftir foreldrum sínum, að sýna frumburðum sínum, móbotnóttri gimbur og svarbotnóttum hrút, veröldina, sólarhring eftir að þau fæddust. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Notalegheit
Eftir ærsl og leiki dagsins er gott að kúra saman og hvíla sig fyrir komandi fjör. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Vinátta
Hér eru góðir félagar, þau Tara og Jökull, sem nutu vorsins og veðurblíðunnar í Sýrnesi í Aðaldal. Mynd / Ragnar Þorsteinsson

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...