Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Smyrill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð líkur fálka enda af fálkaættinni, en talsvert mikið minni en íslenski fálkinn. En þótt hann sé smár er hann afar flugfimur og oft talað um að smyrill sé flugfimastur allra af fálkaættinni. Vængjatökin eru hröð enda fer hann létt með að taka vinkilbeygjur á mikilli ferð. Aðalfæða hans eru smáfuglar sem hann eltir og þreytir á flugi. Þó nokkur stærðarmunur er á kynjunum, karlfuglinn er minni, eða lítið eitt stærri en svartþröstur, á meðan kvenfuglinn er nokkuð stærri. Fuglinn á myndinni er karlfugl og sýnir hún ágætlega hversu lítill smyrillinn er, þar sem fuglinn situr á bognum grenitopp. Smyrill er að mestu farfugl á Íslandi, stærsti hluti stofnsins dvelur við Bretlandseyjar yfir veturinn en eitthvað af fuglum dvelja hér allt árið.

Skylt efni: fuglinn

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f