Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Smurbrauð fyrir sælkera
Matarkrókurinn 5. júní 2014

Smurbrauð fyrir sælkera

„Smørrebrød“ er brauð, yfirleitt rúgbrauð, sem hefur verið smurt með smjöri. Smurbrauð getur verið aðalréttur, hluti máltíðar eða smáréttur milli mála og er mikilvægur þáttur í danskri matargerð. Við Íslendingar höfum fengið ýmislegt gott í arf frá frændum okkar en hér á landi er smurbrauðshefðin ágætlega þekkt.

Smurbrauð varð til vegna þarfar til að neyta matar utan heimilis. Frá fornu fari þurftu smalar, bændur, veiðimenn og aðrir sem voru að vinnu langt frá heimilinu að taka með sér nesti og þá var handhægt að hafa með sér brauð og ýmiss konar álegg. Ekki er neitt sér-danskt við slíkt nesti og það var ekki fyrr en í lok 19. öld að danskt smurbrauð varð til í þeirri sér-dönsku mynd sem það hefur í dag, þar sem áleggi er staflað á smurðar brauðsneiðar.

Hér koma tvær smurbrauðs­uppskriftir en það er um að gera að nýta það hráefni sem til er í ísskápnum og gera tilraunir. Eina skilyrðið er að hráefnið sé fyrsta flokks.

Nautatartar með graslauk, kapers og spánarkerfli
Hráefni
350 g nautalundir eða fitulítill   lærvöðvi
2 stk. skalotlaukar
1 msk. kapers
½ pottur graslaukur
Extra virgin ólífuolía
Salt og svartur pipar
Skreytt með nýjum spánarkerfli og   graslauksblómum
Graslauks majónes
2 eggjarauður
1 tsk. dijon sinnep
200 ml graslauksbætt repjuolía
2 msk. edik eða sítrónusafi

Eggjarauður unnar saman í matvinnslu eða hrærivél, olíu hellt rólega út í. Kryddað með sinnepi, salti og pipar ásamt ögn af ediki eða sítrónusafa.

Gott er að vinna saman graslauk og olíu í matvinnsluvél og gera heimalagað majónes sem er auðvelt. Það má líka saxa ferskan graslauk úr garðinum og blanda við majónesið.

Aðferð

Snyrtu nautalundina og skerðu hana í fína teninga. Saxaðu skalotlaukinn, graslaukinn og kapersið fínt. Blandaðu öllu hráefninu saman í skál, bætið í olíu, salti og pipar og dijon sinnepi. Sprautið majónesið ofan á réttinn.

Smurbrauð með reyktri bleikju, grænkáli og rjómaosti
Hráefni
4 sneiðar rúgbrauð
100 g rjómaostur
200 g reykt bleikja
½ stk. rauðlaukur, smátt saxaður
10 stk. kapers
Svartur pipar
Grænkál eða rabarbari
100 ml repjuolía
2 tsk. gott edik

Skerið brauðið í sneiðar. Setjið rjómaostinn í matvinnsluvél og þeytið hann lítillega (eða notið handþeytara) og setjið svo duglega af honum á brauðið. Sneiðið bleikjuna þunnt og leggið ofan á rjómaostinn. Setjið rauðlauk og kapers yfir og myljið svo svartan pipar ofan á. Veltið grænkáli upp úr smá olíu og ediki og leggið ofan á. Saltið og piprið eftir smekk. Í stað grænkálsins er líka er hægt að kryddleggja ferska borða af nýjum rabarbara. Þá er gott að setja ögn af hunangi til að jafna sýruna í rabarbaranum.

3 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...