Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Smjörborgari
Líf og starf 23. júlí 2025

Smjörborgari

Höfundur: Haraldur Jónasson

Fita flytur bragð og feitur hamborgari er bragðlaukunum lífsnauðsynleg fæða í sumarhasarnum. Á grillinu má hann jafnvel vera þykkur líka. En það þarf þó ekki XL hamborgarabrauð. Þar drögum við línuna.

Grillborgari er hin fullkomna sumarfæða. Vandamálið er að fá almennilegt hakk. Helst þarf að fara í kjötbúð og greiða steikarverð fyrir feitt hakk. Auðvitað á að gera það endrum og sinnum enda fátt betra en góður borgari úr úrvals hakki með réttri fituprósentu. Gott að blanda saman öxl og bringu. En ef við setjum spilin á borðið þá er ekki alltaf verið að rjúka út í kjötbúð eftir hakki og þá stöndum við frammi fyrir að kaupa hamborgaraplatta í búðinni fyrir nánast sama ef ekki hærra kílóverð og hjá slátraranum. Nú eða kippa með nautgripahakki úr kjötkælinum og fita það einfaldlega upp.

Nautahakk út úr búð er yfirleitt í kringum 10 prósent fita en til að hamborgari sé sæmilega ætur er æskilegt að fituprósentan sé ekki mikið minni en 25 prósent. Sér í lagi ef grillborgarinn á að vera sæmilega þykkur. Því hakk á að vera eldað í gegn. Þykkur borgari þýðir lengri tími á grillinu og há fituprósenta ver borgarann fyrir því að þorna ekki úr hófi fram.

Talandi um úr hófi fram þarf að passa að hamborgarinn endi ekki sem kjöthleifur. Grillborgari ætti að vera á bilinu 100 til 150 grömm að þyngd. Köllum hinn ákjósanlega sumarborgara 135 grömm. Ef próteinþörfin er meiri en það þarf að grilla tvo platta.

Aðferðafræðin

Það eru nokkrar leiðir til að ná upp fituprósentunni en einfaldasta leiðin fyrir hinn venjulega neytanda er að blanda smjöri saman við hakkið. Til að gulltryggja svo djúsínessið má endilega bæta feitum osti út í líka.

Vandamálið er að bræðslustig smjörs er frekar lágt. Trixið er að frysta smjörklump og rífa hann svo niður með grófu rifjárni. Rífa svo Havartí, Sveitabita eða annan gúmmelaðiost niður og blanda hratt og örugglega við hakk úr kjörbúðinni. Þau sem eiga hamborgarapressu nýta hana en aðrir móta kúlu úr blöndunni og kremja hana með verklegum spaða eða stórri niðursuðudós. Gott að nota stóru Ora Grænar dósina sem var keypt fyrir jólin en gleymdist að nota. Fínt að klippa niður smjörpappír og kremja hakkið á milli pappírslaga.

Þetta er ekki mikið flóknara. Grilla við miðlungsháan hita svo osturinn brenni ekki. Muna að grilla í gegn. Krydda með salti og pipar, kannski smá hvítlauksdufti og til að skrúfa herlegheitin upp í ellefu þá er gott að toppa borgarann með meiri osti og þá auðvitað amerískum og appelsínugulum.

Smjör-ostborgari eitt stk.

100 g nautahakk 10 %
20 g ostur 26%
15 g smjör
Örlítið hvítlauksduft
Salt og pipar eftir smekk

Grillborgarasósa
Mæjónes 3 msk.
Tómatsósa 2 msk.
Saxaðar súrar gúrkur 1 msk.
Gult amerískt sinnep 1 msk.

Salt og pipar eftir smekk

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f