Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Smitsjúkdómurinn „refavanki“ greinist í kanínum
Fréttir 9. október 2020

Smitsjúkdómurinn „refavanki“ greinist í kanínum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun barst nýlega tilkynning frá Dýraspítalanum í Víðidal um að sníkjudýrið Encephalitozoon cuniculi hafi greinst í tveimur kanínum með mótefnamælingum í blóði. Er það fyrsta staðfesta smit af þessari tegund í kanínum hér á landi.

Matvælastofnun vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á þessu, svo aðilar verði vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Þar sem þekkt er að þetta sníkjudýr finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum, verður ekki gripið neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna takmarka frekari dreifingu þess.

Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar, og einnig í minkum og músum. Hefur sjúkdómurinn sem einfrumungurinn veldur verið kallaður „refavanki“ á íslensku, en erlendis gengur hann undir nafninu nosematosis eða encephalitozoonosis. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt.

Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á Encephalitozoon cuniculi til Matvælastofnunar.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f