Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Smitsjúkdómurinn „refavanki“ greinist í kanínum
Fréttir 9. október 2020

Smitsjúkdómurinn „refavanki“ greinist í kanínum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun barst nýlega tilkynning frá Dýraspítalanum í Víðidal um að sníkjudýrið Encephalitozoon cuniculi hafi greinst í tveimur kanínum með mótefnamælingum í blóði. Er það fyrsta staðfesta smit af þessari tegund í kanínum hér á landi.

Matvælastofnun vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á þessu, svo aðilar verði vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Þar sem þekkt er að þetta sníkjudýr finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum, verður ekki gripið neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna takmarka frekari dreifingu þess.

Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar, og einnig í minkum og músum. Hefur sjúkdómurinn sem einfrumungurinn veldur verið kallaður „refavanki“ á íslensku, en erlendis gengur hann undir nafninu nosematosis eða encephalitozoonosis. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt.

Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á Encephalitozoon cuniculi til Matvælastofnunar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...