Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Loftsdóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni.
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Loftsdóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni.
Líf&Starf 22. ágúst 2018

Smíðaði fjárvagn fyrir tengda­dóttur af miklum hagleik

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Lofts­dóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni. Enda þykir honum mikils um vert að hafa hana góða.
 
Fjárvagninn er smíðaður af miklum hagleik, þannig er til að mynda sliskjan í þrennu lagi, hverjum hluta er ætlaður sinn staður á vagninum, þannig að hann sé ávallt tiltækur, enda veit Jón að það þarf ekki mikið til að auka ergju fólks þegar smalamennska og fjárstúss ná hámarki. Vanir menn segja vagninn ekkert skorta nema snaga fyrir úlpuna þegar fjármönnum fer að hitna í hamsi, sem og stand undir svaladrykk á meðan nota þarf báðar hendur á lausaféð.
 
Enn finnst bjartsýnisfólk í sveitum landsins
 
„Það er mikið talað um það um þessar mundir að sauðfjárbúskapur sé á fallanda fæti og víst er að fjárlaust er orðið hjá okkur í Miðhúsum,“ segir Sigríður Garðarsdóttir, eiginkona Jóns. „En það má enn finna bjartsýnisfólk í sveitum landsins sem vilja veg og vanda sauðfjárbúskapar sem mestan og bestan.“
 
Jón og Sigríður byggðu íbúðarhús í Miðhúsum og fluttu í það árið 1977 og hófu ári síðar búskap á móti foreldrum Jóns, þeim Gísla Jónssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, sem áfram bjuggu í sínu húsi. Fyrstu búskaparárin voru Jón og Sigríður með sauðfjárbúskap ásamt vinnu utan heimilis en tóku við mjólkurframleiðslunni árið 1991. Kynslóðaskipti urðu á ný í Miðhúsum árið 2014 þegar Guðrún dóttir þeirra og hennar maður, Brynjar Sigurðsson, tóku við kúnum og hófu búskap. Ungu hjónin eru að byggja stærra fjós sem vonandi verður tekið í notkun á þessu ári, það verður lágtæknifjós á skagfirskan mælikvarða.
 
Miðhús hafa verið í eigu sömu ættarinnar í 167 ár.
 
Glatt á hjalla í athvarfinu
 
Þegar Jón hætti búskap við kynslóðaskiptin á jörðinni datt honum ekki í hug að sitja með hendur í skauti. Hann tók til við að gera upp gamlar vélar og bíla ásamt því að vera nágrönnum sínum innan handar þyrftu þeir á aðstoð að halda. Útbjó hann sér „athvarf“ í gamalli fjóshlöðu, fjarri konu sinni, og getur dundað þar að vild við áhugamál sitt. Oft er gestkvæmt í athvarfi Jóns og glatt á hjalla, en margir eru forvitnir að sjá og skoða hvað hann er að fást við hverju sinni.
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...