Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Smásjal heklað úr DROPS Air
Mynd / Aðsend
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Höfundur: Handverkskúnst

DROPS mynstur: ai-448
Stærð: ca 13-14 cm á hæð mælt meðfram miðju og ca 80 cm á breidd mælt meðfram efri hlið.
Garn: DROPS Air, fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
Litur á mynd: mosagrænn nr 12.
Heklunál: 5mm
Heklfesta: 14 stuðlar = 10 cm
Heklleiðbeiningar: Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum sem koma í stað fyrsta stuðuls í hverri umferð. Í lok næstu umferðar er heklað um þessar 3 loftlykkjur.

Úrtaka: Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (3 lykkjur á heklunálinni). Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Það hefur fækkað um 1 lykkju.

Uppskriftin: Sjalið er heklað frá hlið.
1. umf (ranga): Heklið 4 loftlykkjur, heklið 2 stuðla í fyrstu loftlykkju. Það eru 3 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
2. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næsta stuðul og heklið 2 stuðla um 3 loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 4 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
3. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu.
4. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 2 stuðla um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 5 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
5. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu.
6. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 2 stuðla um loftlykkjur. Það hefur aukist um 1 stuðul. Snúið stykkinu.
7. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð og heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

Haldið áfram að hekla eins og í 6. og 7. umferð þar til 19 stuðlar eru í umferð og síðasta umferð er hekluð frá röngu, stykkið mælist ca 13-14 cm mælt á breiddina og ca 38 cm á lengdina.
Nú er heklað fram og til baka án þess að auka út þannig:
8. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu.
Endurtakið 8. umferð frá réttu og frá röngu alls 4 sinnum (ca 3½ cm án útaukningar), næsta umferð er frá réttu.

Nú er heklað og lykkjum fækkað þannig:
9. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir og 3 loftlykkjur frá fyrri umferð – lesið ÚRTAKA og fækkið um 1 lykkju. Snúið stykkinu.
10. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið 9. og 10. umferð þar til 3 stuðlar eru í umferð. Stykkið mælist ca 80 cm. Klippið þráðinn og gangið frá endum.

Heklkveðja
Stelpurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...