Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Smalamennsku í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði var flýtt
Mynd / Halla Eiríksdóttir
Fréttir 19. september 2014

Smalamennsku í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði var flýtt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við flýttum göngum vegna jarðumbrota í Bárðarbungu, Holuhrauni og við Öskju,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal og gangnastjóri í Fjallgörðum á Jökuldalsheiði.  Bændur þar fóru í göngur síðustu helgina í ágúst, viku fyrr en áætlað hafði verið. Vikuna á undan höfðu bændur á Brú smalað Brúardali, en þessi svæði liggja hvað næst áhættusvæði vegna hugsanlegs öskufalls.
Sigvaldi segir að í stóra gosinu í Öskju 1875 hafi  hluti Jökuldals og öll Jökuldalsheiði farið í  eyði í nokkur ár vegna mikillar vikurgjósku sem lagðist yfir landið. Minnugir þeirrar sögu hafi Jökuldælingar haft varann á sér frá því í kringum 20. ágúst þegar óróinn hófst „og við höfum verið á vaktinni síðan“, segir hann „en þó eru allir hér í góðu andlegu jafnvægi vegna þessa og ekki ástæða til að kvíða því sem hugsanlega ekki kemur.“

Heimalandagöngur um helgina

Löggöngur í heimalöndum hefjast nú um komandi helgi og í framhaldi af því verður unnið að því að ná því fé sem eftir hefur orðið, þó er búið að smala á nokkrum bæjum stóran hluta heimalanda og senda til slátrunar.  Sigvaldi segir að fé hafi verið vel á sig komið er það kom af fjalli og þeir bændur sem þegar hafi slátrað nokkru af fé sínu séu ánægðir með fallþungann sem er hátt á nítjánda kíló þar sem hann er mestur.  „Hann er nokkuð góður miðað við slátrun svo snemma að hausti og allt lömb beint úr heiðum, enginn tilbúningur með kálbeit,  þetta gefur vísbendingu um það sem koma skal í haust,“ segir Sigvaldi.

9 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...