Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ingvi Guðmundsson og Skundi frá Möðrufelli að reka í réttina.
Ingvi Guðmundsson og Skundi frá Möðrufelli að reka í réttina.
Mynd / AJH
Líf&Starf 30. nóvember 2016

Smalahundakeppni í Fljótsdal

Höfundur: Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Austurlandsdeild Smalahunda­félags Íslands hélt fjárhunda­keppni sunnudaginn 30. október á Eyrarlandi í Fljótsdal. Að venju var keppt í þremur flokkum, það er að segja unghundaflokki, B-flokki og A-flokki. 
 
Alls voru 12 hundar skráðir til leiks. Sex hundar kepptu í A-flokki, þrír í B-flokk og jafnmargir í unghundaflokki. Í A- og B-flokki var mest hægt að fá 100 stig en 90 stig í unghundaflokki.
 
Verðlaunahafar í unghundaflokki. 1. sæti Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi með 74 stig. 2. sæti Maríus Halldórsson og Elsa frá Halldórsstöðum með 72 stig. 3. sæti Marzibil Erlendsdóttir og Rotti frá Sauðanesi með 62 stig.
 
Mót sem þessi eru ómetanleg fyrir greinina og útbreiðslu hennar. Þrátt fyrir að enn vanti talsvert upp á að bændur nýti sér hunda til smalamennsku eins og þekkist erlendis þá fer þeim fjölgandi sem ná góðum tökum á sínum hundum. Best sést þetta á áhuga og þátttöku í mótum sem þessum. Á Eyrarlandi tóku tveir nýir keppendur þátt sem lítill vafi er á að munu láta að sér kveða á þessum vettvangi á komandi árum. Allir sem eitt sinn hafa náð góðum tökum á smalamennsku með hundum eru sammála um að erfitt eða jafnvel ómögulegt sé að snúa aftur í gamla farið.
 
Keppnin heppnaðist með miklum ágætum, enda gott veður og allar aðstæður hinar ágætustu. Úrslit og stig voru sem hér segir:
 
A-flokkur:
  1. Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum, 90 stig
  2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum, 84 stig
  3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg frá Kýrholti, 80 stig
  4. Marzibil Erlendsdóttir og Skutla frá Skálholti, 74 stig
  5. Agnar Ólafsson og Brook frá Wales, 71 stig
  6. Maríus Halldórsson og Sara frá Bjarnstöðum, 62 stig
B-flokkur:
  1. Marzibil Erlendsdóttir og Saga frá Dalatanga, 73 stig
  2. Eiður Gísli Guðmundsson og Assa frá Eyrarlandi, 59 stig
  3. Ingvi Gudmundsson og Skundi frá Möðrufelli, 58 stig
Unghundaf1okkur: 
  1. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi, 74 stig
  2. Maríus Halldórsson og Elsa frá Halldórsstöðum, 72 stig
  3. Marzibil Erlendsdóttir og Rotti frá Sauðanesi, 62 stig
 
Austurlandsdeildin vill koma þökkum á framfæri til styrktaraðila keppninnar sem voru Jötunn Vélar, Fóðurblandan og Landstólpi en glæsilegir vinningar mótsins voru í þeirra boði. 
 
Einnig fær Lárus Sigurðsson frá Gilsá sérstakar þakkir en hann sá um dómgæslu á mótinu. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...