Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Mynd / Bbl
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í dag. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 31,4% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (34,4% miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 173 kr/kg milli ára.

Skúli Þórðarson, framkvæmdarstjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir að stjórn félagsins hafi talið sig knúin til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda. „Stjórn félagsins ákvað að hækka verðin þannig að sauðfjárbændur yrðu ekki fyrir launalækkun.“

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 18.7% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (24,2% sé miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 104 kr/kg.

Aðrar afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverðin fyrir árið 2022 en Kjarnafæði-Norðlenska gaf það út í febrúar að þeirra afurðaverð myndi hækka að lágmarki um 10%.

Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda, segir það sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega. „Þetta er skref í rétta átt og í fljótu bragði sýnist mér að með viðbótarstuðningi Ríkisins og verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga þá séum við að halda sjó milli ára. Við vonum að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfari.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...