Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Mynd / Bbl
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í dag. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 31,4% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (34,4% miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 173 kr/kg milli ára.

Skúli Þórðarson, framkvæmdarstjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir að stjórn félagsins hafi talið sig knúin til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda. „Stjórn félagsins ákvað að hækka verðin þannig að sauðfjárbændur yrðu ekki fyrir launalækkun.“

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 18.7% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (24,2% sé miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 104 kr/kg.

Aðrar afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverðin fyrir árið 2022 en Kjarnafæði-Norðlenska gaf það út í febrúar að þeirra afurðaverð myndi hækka að lágmarki um 10%.

Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda, segir það sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega. „Þetta er skref í rétta átt og í fljótu bragði sýnist mér að með viðbótarstuðningi Ríkisins og verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga þá séum við að halda sjó milli ára. Við vonum að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfari.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...