Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sláturfélag Suðurlands vill fleiri sauðfjárbændur í viðskipti
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 6. febrúar 2019

Sláturfélag Suðurlands vill fleiri sauðfjárbændur í viðskipti

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir fleiri innleggjendum sauðfjár á næstu sláturtíð. Félagið áætlar að auka slátrun á þessu ári sem nemur 8-10 þúsund kindum.

Í tilkynningunni segir að í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og fækkunar sauðfjársláturhúsa hafi SS ákveðið að lengja sláturtíð haustið 2019 um þrjá sláturdaga. Nýjum innleggjendum á félagssvæði SS er boðið upp á að sækja um innleggsviðskipti með sama rétti og þeir sem fyrir eru. Ef sótt verður um heildaraukningu sem er umfram 8-10 þúsund fjár verður magninu skipt niður en þó þannig að ekki verða sótt færri en 100 lömb að jafnaði til nýs innleggjanda.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði við Bændablaðið að ýmsar ástæður lægju að baki því að félagið óskaði nú eftir fleiri innleggjendum. Hann telur að ákveðin vatnaskil séu að verða í sauðfjárframleiðslunni þar sem birgðastaða sé í jafnvægi og útflutningsmarkaðir lofi góðu.

„Breyttar aðstæður er lægri birgðastaða í landinu en sést hefur um langt árabil og mjög spennandi nýr útflutningsmarkaður í Þýskalandi sem breytir miklu við að geta flutt út með viðunandi hætti og verið með eðlilegt framboð innanlands. Jafnframt skiptir máli að Noregur vill aftur kaupa kjöt í töluverðum mæli,“ segir Steinþór.

Norðlenska hættir slátrun á Höfn

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun Norðlenska hætta slátrun á Höfn í Hornafirði frá og með næstu sláturtíð. Ekki er vitað hvort aðrir taki við keflinu. Aðspurður segir Steinþór að það sé jákvætt að geta boðið þeim sem þar voru og eru á félagssvæði SS möguleika á að sækja um innlegg hjá félaginu. Hann segist jafnframt reikna með meiri fækkun sláturhúsa á komandi árum.

Hefja slátrun 4. september

Áætlað er að slátrun hefjist í 36. viku, 4. september og ljúki í 45. viku eða 8. nóvember. Allt að 20% yfirborgun verður í boði fyrstu vikuna sem trappast niður eftir því sem líður á. Í tilkynningu SS segir að það sé stefna fyrirtækisins að greiða samkeppnishæft afurðaverð og þegar vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formi viðbótar á afurðaverð.

Sláturfélagið óskar eftir því að bændur sem hafi áhuga á að koma í viðskipti til þeirra sæki um fyrir 1. mars næstkomandi.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f