Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skýrsluhald í jarðrækt í Jörð.is
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 11. október 2017

Skýrsluhald í jarðrækt í Jörð.is

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Eins og áður hefur komið fram er nú í fyrsta skipti gerð sú krafa að bændur skili skýrsluhaldi í jarðrækt til að fá jarðræktarstyrki. Þá er það einnig nýtt fyrir bændum að greiddir eru styrkir vegna þeirra túna sem eru uppskorin. Í stuttu máli sagt þurfa bændur að skrá eða fá RML til að skrá upplýsingar um ræktun og uppskeru í Jörð.is og skila skýrsluhaldinu í kjölfarið. Þá fyrst geta þeir sótt um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í Bændatorginu.
 
Umsóknarfrestur um jarðræktar­styrki og landgreiðslur er 20. október samkvæmt reglugerð og því þurfa bændur að hafa skilað skýrsluhaldi í jarðrækt fyrir þann tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að allar spildur þurfa að vera hnitsettar til að komast á jarðræktarskýrslu.
 
RML tekur að sér að skrá skýrsluhaldið fyrir þá sem þess óska og aðstoða við þá skráningu eftir því sem þarf. Innheimt er fyrir þá þjónustu samkvæmt tímaskráningu og gildandi gjaldskrá. Þeir sem óska eftir þjónustu RML í þessum efnum ættu að huga að því fyrr en seinna svo raunhæft verði að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur innan tilsetts tíma.
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...