Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Helle Laks í forgrunni og Hörður Helgi Hreiðarsson að skoða hleðslu. Myndir / Ágústa Erlingsdóttir.
Helle Laks í forgrunni og Hörður Helgi Hreiðarsson að skoða hleðslu. Myndir / Ágústa Erlingsdóttir.
Á faglegum nótum 28. apríl 2020

Skrúðgarðyrkjunámið á Reykjum í Ölfusi

Höfundur: Ágústa Erlingsdóttir

Á skrúðgarðyrkjubraut læra nemendur allt það helsta sem við kemur nýframkvæmdum og umhirðu garða og annarra opinna svæða. Námið telur tvo vetur í bóknámi og 60 vikur í verknámi hjá skrúðgarðyrkjumeistara.

Skrúðgarðyrkja er löggild iðngrein og geta nemendur klárað sitt nám með sveinsprófi að lokinni útskrift frá Garðyrkjuskólanum. Eftir sveinspróf er hægt að sækja nám í meistaraskólanum og/eða fara í tækninám tengt skrúðgarðyrkju erlendis.

Hellulagnir eru meðal þess sem skrúðgarðyrkjufólk kann öðrum betur. 

Nýframkvæmdir og viðhald

Námið er að stórum hluta verklegt í bland við bóklega áfanga. Námið hefst á ýmsum grunnfögum garðyrkju svo sem jarðvegsfræði og grasafræði, auk þess sem nemendur læra að þekkja helstu tegundir runna, trjáa og fjölæringa svo eitthvað sé nefnt.  Nemendur læra undirstöðuatriði í nýframkvæmdum svo sem hellulögnum, hleðslum, tjarnargerð og notkun á náttúrugrjóti. Auk þess læra nemendur hvernig á að sinna umhirðu svo sem trjá- og runnaklippingum, slætti og áburðargjöf. Áfangar í nýframkvæmdum og umhirðutengdum fögum eru mikið til byggðir á verklegum æfingum ýmiss konar í bland við bóklega kennslu. Fyrir útskrift vinna nemendur verklegt lokaverkefni sem tekur á flestum verkþáttum tengdum nýframkvæmdum auk skipulags og áætlunargerðar. Framþróun í greininni er mikil og reglulega bætast inn ný tæki og verkfæri sem létta vinnuna. Í náminu er lagt mikið upp úr því að kynna nýja tækni fyrir nemendum og vinnubrögð sem auka gæði og hraða framkvæmda.

Staðarnám og fjarnám í skrúðgarðyrkju – raunfærnimat

Námið er hægt að stunda bæði í staðarnámi og fjarnámi en nemendur af landsbyggðinni hafa forgang í fjarnámspláss á brautinni. Fjarnemar mæta í staðarlotur reglulega á námstímanum til að fá kennslu í verklegum fögum.

Iðan fræðslusetur býður upp á raunfærnimat í skrúðgarðyrkju fyrir þá sem búa yfir mikilli starfsreynslu í faginu og vilja fá hana metna til eininga. Raunfærnimat er metið á móti einingum í bæði bóknámi og verknámi á skrúðgarðyrkjubraut og er því góður valkostur fyrir fólk með mikla reynslu í faginu.

Fjölbreyttir atvinnu­möguleikar að námi loknu

Atvinnumöguleikar í faginu eru miklir og talsverð eftirspurn eftir sveinum og meisturum í skrúðgarðyrkju víða um landið. Að loknu námi starfa skrúðgarðyrkjufræðingar t.d. hjá umhverfisdeildum sveitarfélaganna, stærri stofnunum eða í einkafyrirtækjum. Skrúðgarðyrkjumeistarar og þeir sem sækja sér tæknimenntun reka ýmist eigin fyrirtæki, starfa sem garðyrkjustjórar, vinna við verk­eftirlit eða á verkfræðistofum.

Hægt er að sækja um nám í skrúðgarðyrkju á heimasíðu LbhÍ, lbhi.is

Stanislaw Bukowski að grisja.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f