Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skrítið kerfi
Mynd / Bbl
Skoðun 8. október 2021

Skrítið kerfi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það virðast allir sammála um að nýafstaðnar kosningar hafi skilað afger­andi niðurstöðu. Fyrir utan óskiljanlega bresti sem urðu á talningarstað í Borgarnesi sem setti alla uppbótarþingmenn landsins í hálfgerða þeytivindu. Enn veit enginn hverjum tekst með réttu að hanga þar í sæti eða hverjir þeytast út í tómið.

Það er svo sem ekkert nýtt að fram­kvæmd talningar verði að fréttaefni. Þegar talningarstaðir voru mun fleiri en nú er í alþingiskosningum komu oft upp atvik  sem töfðu talningu, jafnvel stundum langt fram á næsta dag eða lengur. Kosningar eftir kosningar beið fólk því oft með öndina í hálsinum eftir því hvort þeirra fólk skilaði uppgjöri á tölum þokkalega tímanlega, eða hvort íbúar byggðarlagsins þyrftu að ganga með hauspoka fram að næstu kosningum. Það er því ekki laust við að maður kenni í brjóst um sárasaklausa íbúa í Borgarnesi vegna stöðunnar sem nú er uppi.

Vandamál við talningu atkvæða er svo sem ekkert séríslenskt fyrirbæri og hver man ekki eftir endalausum uppákomum við talningu atkvæða í Flórídaríki Í Bandaríkjunum sem er reyndar með örlítið fleiri íbúa en Ísland.

Það er samt dálítið sérstakt að eftir talningu atkvæða í Borgarnesi nú, þar sem fólk taldi sig væntanlega hafa sannreynt niðurstöðuna með tvítalningu, skuli enginn flokkur hafa verið með rétta tölu eftir endurtalningu og þar að auki fjölgaði gildum atkvæðum. Svona á auðvitað ekki að geta gerst. Þetta virðist bara sanna kenninguna góðu að það sem aldrei hefur gerst, getur alltaf gerst aftur.

Það er samt dálítið sérstakt að á þessari tækniöld sem við nú lifum á skuli enginn hafa treyst sér til að hanna atkvæðaseðla sem geta farið á öruggan hátt í gegnum rafrænan lesara. Það væri allavega skref í rétta átt meðan menn treysta sér ekki til að hafa hér rafrænar kosningar. Það væri þó í raun einfaldasta leiðin og hreint kjaftæði að ekki sé hægt að kenna fólki að kjósa með rafrænum hætti.

Það væri trúlega mun minna mál að halda rafræna kosningu, en að halda áfram með það form sem nú er viðhaft. Í fyrsta lagi þarf að prenta kjörseðla með öllum þeim formlegheitum sem þar þarf að viðhafa. Það þarf að passa upp á þessa seðla samkvæmt settum reglum og koma þeim á kjörstaði. Síðan þarf að safna kjörseðlum saman og telja og allt þetta útheimtir mikla vinnu og fyrirhöfn mikils fjölda fólks. Þá getur veður líka haft áhrif á flutning kjörseðla og talningu.

Væri bara ekki miklu einfaldara að koma upp tölvukerfi sem væri beintengt á alla kjörstaði, þar sem fólki væri boðið upp á að nota hnappaborð með skýrum bókstöfum flokka sem í boði eru? Auk þess mætti á gagnvirkum tölvuskjá hafa allar þær upplýsingar um flokkana sem mönnum dettur í hug. Þá yrði ekki mikið mál að koma upp slíkum kjördeildum á sjúkrastofnunum um land allt. Þannig væri hægt að gera kosningar mun einfaldari og trúlega verulega mikið ódýrari í framkvæmd, auk þess sem talning lægi fyrir um leið og kjörstöðum er lokað. Eini gallinn er að stóra skemmtun margra vegna vafaatkvæða yrði úr sögunni.

Ef fólki er treyst til að skrifa x með blýanti í prentaða kassa á seðli, þá hlýtur þessu sama fólki að vera treystandi til að styðja á hnapp síns flokks. Það er algjör óþarfi og í raun dónaskapur af verstu sort að ganga alltaf út frá því að fólk sé upp til hópa fífl, jafnvel þótt fólk sé aldrað eða lasburða. Trúlega er það frekar fólkið sem þorir ekki að taka ákvarðanir um að breyta núverandi fyrirkomulagi sem kalla má fífl.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...