Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Frímann Stefánsson.
Frímann Stefánsson.
Líf og starf 31. janúar 2025

Skrímsl á landsliðsæfingu

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

„Hér er eitt skrímslaspil frá æfingamótinu.“ Þannig hóf Frímann Stefánsson, stórmeistari að norðan, sögu sína eftir að hafa veitt landsliðspörum keppni á æfingu nýverið. Upp kom ansi öflug hönd og Frímann þurfti að taka ákvörðun.

Norður gefur, allir á hættu. Allt spilið:

Frímann tók upp norðurspilin, sem vel má líkja við skrímsl, af fegurri gerðinni kannski. Hvaða opnunarsögn myndu lesendur Bændablaðsins velja til að hefja leik í norður? Vel þarf að vanda til verka, því ekki er víst að mikið svigrúm gefist til vísindalegra rannsókna í næstu sagnhringjum!

Að minnsta kosti einn spilari á landsliðsæfingunni valdi að opna á ásaspurningu sem spyr um sérstaka ása. Þá er svarað ásalitnum ef ás er að finna. Dæmi: Ef spilari á spaðaás, meldar hann 5 spaða við opnun á 4 gröndum. Sá sem á engan ás meldar 5 lauf sem þýðir að ef svarhönd á laufás verður hún að melda 6 lauf. Og ef þannig vill til að svarhönd eigi tvo ása er svarað á fimm gröndum.

Sjálfur valdi Frímann að opna á 6 tíglum sem hefði skilað 1370 kalli á hættunni ef andstaðan hefði ekki hólkað sér í 6 spaða fórn. Aðeins +500 í NS.

Á hinum borðunum var ýmist opnað á einum tígli, sterku laufi eða sterkum tveimur. En á einu borði var opnað á 4NT „specific aces“ líkt og fyrr segir. Hér vill norður nefnilega vita hvaða ás makker á. Það skiptir öllu.

Eða var það kannski ekki þannig?

Einn spilari slysaðist í 7 tígla. Andstaðan engdist en spilaði svo út „vitlausum“ ás. 2140 í húsi!

Veizla handan við hornið

„Þetta er einhver besta þátttaka hér innanlands sem við munum eftir fyrir Briddshátíð,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands.

Briddsveislan ógurlega hefst í lok janúar, Reykjavik Bridge Festival. Íhaldssamir Íslendingar kalla mótið einfaldlega Briddshátíð, en spilað er í Hörpu líkt og síðari ár. Munu kannski færri komast að en vilja, svo mikil er þátttakan. Fyrst er tveggja daga tvímenningur, svo tveggja daga sveitakeppni. Margir sterkir erlendir spilarar koma á mótið. Áður en Briddshátíð fer fram verður haldið ofurmót í Hörpu með nokkrum af bestu spilurum heims.

Skylt efni: bridds

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...