Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skriðuföll, fárviðri og farskóli
Líf og starf 13. júlí 2022

Skriðuföll, fárviðri og farskóli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýlega kom fyrir sjónir fólks tímaritið Heimaslóð sem gefið er út af Sögufélagi Hörgársveitar.

Þar birtist fjölbreytt efni sem á það sameiginlegt að tengjast sveitinni á einhvern hátt, bæði sögu þess og náttúru. Í ítarlegri grein er fjallað um skriðuföll í Hörgárdal árið 1390 sem hugsanlega urðu þess valdandi að hinn forni verslunarstaður að Gásum lagðist af. Sagt er frá einu af mörgum fárviðrum sem geisað hafa í Barkárdal í gegnum árin og í annarri grein eru veðurlýsingar og myndir af flóðum í ám og lækjum sem urðu í Hörgárdal á síðastliðnu sumri. Saga farskólakennslu í Glæsibæjar-, Öxnadals- og Skriðuhreppi er rakin, sem að hluta er byggt á viðtölum við einstaklinga sem upplifðu þetta skólahald. Sagt er frá lífshlaupi konu sem ekki var hátt skrifuð í samfélaginu og var til heimilis á yfir þrjátíu bæjum á ríflega fimmtíu ára æviferli.

Í ritinu er birtur fyrsti hluti Möðruvallatíðinda Bjarna E. Guðleifssonar, upphafsmanns og lengst af ritstjóra Heimaslóðar. Rakin er saga vegagerðar í vestan- og neðanverðum Hörgárdal og rifjaðar eru upp símhringingar meðan gamli, góði sveitasíminn var við lýði. Fleiri stuttar greinar eru í ritinu og finna má kveðskap eftir höfunda úr byggðarlaginu eða sem tengist því á einn eða annan hátt.

Með útgáfu Heimaslóðar vill Sögufélag Hörgársveitar leggja lið varðveislu fróðleiks af svæðinu og gera hann aðgengilegan yngri kynslóðum. Þess má geta að ritið er nú í fyrsta skipti prentað í lit sem gefur því líflegra yfirbragð.

Skylt efni: Bækur

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...