Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skriðuföll, fárviðri og farskóli
Líf og starf 13. júlí 2022

Skriðuföll, fárviðri og farskóli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýlega kom fyrir sjónir fólks tímaritið Heimaslóð sem gefið er út af Sögufélagi Hörgársveitar.

Þar birtist fjölbreytt efni sem á það sameiginlegt að tengjast sveitinni á einhvern hátt, bæði sögu þess og náttúru. Í ítarlegri grein er fjallað um skriðuföll í Hörgárdal árið 1390 sem hugsanlega urðu þess valdandi að hinn forni verslunarstaður að Gásum lagðist af. Sagt er frá einu af mörgum fárviðrum sem geisað hafa í Barkárdal í gegnum árin og í annarri grein eru veðurlýsingar og myndir af flóðum í ám og lækjum sem urðu í Hörgárdal á síðastliðnu sumri. Saga farskólakennslu í Glæsibæjar-, Öxnadals- og Skriðuhreppi er rakin, sem að hluta er byggt á viðtölum við einstaklinga sem upplifðu þetta skólahald. Sagt er frá lífshlaupi konu sem ekki var hátt skrifuð í samfélaginu og var til heimilis á yfir þrjátíu bæjum á ríflega fimmtíu ára æviferli.

Í ritinu er birtur fyrsti hluti Möðruvallatíðinda Bjarna E. Guðleifssonar, upphafsmanns og lengst af ritstjóra Heimaslóðar. Rakin er saga vegagerðar í vestan- og neðanverðum Hörgárdal og rifjaðar eru upp símhringingar meðan gamli, góði sveitasíminn var við lýði. Fleiri stuttar greinar eru í ritinu og finna má kveðskap eftir höfunda úr byggðarlaginu eða sem tengist því á einn eða annan hátt.

Með útgáfu Heimaslóðar vill Sögufélag Hörgársveitar leggja lið varðveislu fróðleiks af svæðinu og gera hann aðgengilegan yngri kynslóðum. Þess má geta að ritið er nú í fyrsta skipti prentað í lit sem gefur því líflegra yfirbragð.

Skylt efni: Bækur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...