Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skrefagjald innleitt
Mynd / ál
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Heimilt er að leggja það á íbúa í þeim tilfellum þar sem draga þarf sorpílát meira en tíu metra að lóðarmörkum til losunar í hirðubíl. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.

Þetta nýja gjald var samþykkt af bæjarstjórn í september 2023, en ákveðið var að gefa íbúum færi á að grípa til ráðstafana í sumar. Tilgangur breytinganna er að bæta aðstæður sorphirðufólks og gera losunina skilvirkari.

Gjaldið samsvarar 50 prósent álagi á sorphirðugjald hvers íláts. Kostnaður við hefðbundið 240 lítra ílát hækkar því úr 25.700 krónum á ári í 38.550 krónur. Sveitarfélagið vill jafnframt vekja athygli á samþykktum sem varða aðgengi að sorpílátum. Í þeim segir meðal annars að ekki megi staðsetja ílát sem eru 40 kíló eða þyngri þannig að sorphirðufólk þurfi að fara með þau um tröppur eða mikinn hæðarmun á lóð.

Skylt efni: Ísafjörður

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...