Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Höfundur: Hönnun: Margrét Jónsdóttir

Stærð: S-M-L

Efni: 50 g Þingborgarlopi eða annar lopi í aðallit u.þ.b. 8-10 metrar af fjórum litum í mynstur

Prjónar: Hringprjónar nr. 3.5 og 5 40 eða 50 sm langir Sokkarprjónar nr. 5 Saumnál

Aðferð: Húfan er prjónuð í hring, stroff er prjónað 2 sléttar og 2 brugðnar, að öðru leyti er húfan prjónuð slétt.

Húfan: Fitjið upp með aðallit 80-84-88 lykkjur á hringprjóna nr 3.5 og prjónið stroff 5 sm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið mynstur og raðið litum að vild. Mynstur byrjar á tveimur umferðum í aðallit og síðan kemur fyrsti litur. Prjónið 3 lykkjur með lit og takið fjórðu lykkjuna óprjónaða (aðallitur), endurtekið út umferð. Í næstu tveimur umferðum af lit heldur þessi lykkja áfram að vera óprjónuð. Þegar prjónaður er aðallitur þar á eftir prjónast hún eins og venjulega. Endurtakið þetta í hinum litunum, fjórða hver lykkja er alltaf tekin óprjónuð þegar litur er prjónaður en prjónuð með í aðallitnum. Með þessu móti er mynstrið eins og tvílita mynstur án þess að þurfa að prjóna tvo liti í einu. Eftir að mynstri lýkur prjónið 5-6-7 umferðir með aðallit áður en úrtaka byrjar.

Úrtaka: Tekið er úr með hringúrtöku þar sem tekið er úr 6 X í hringnum með jöfnu millibili. Í hverri einingu af úrtöku í stærð S eru 4 X 13 lykkjur og 2 X 14 lykkjur. Í stærð M eru 14 lykkjur í hverri einingu af úrtöku. Í stærð L eru 4 X 15 lykkjur og 2 x 14 lykkjur í hverri einingu af úrtöku. Tekið er úr í byrjun hverrar einingar með því að prj saman 2 lykkjur og prjóna síðan þær sem eftir eru. Við hverja úrtöku fækkar lykkjunum um 1 lykkju í hverri einingu. Í fyrstu 6 umferðum af úrtöku er prjónuð 1 umferð á milli án úrtöku, síðan er tekið úr í hverri umferð þar til 12 lykkjur eru eftir á prjónunum. Þegar hringprjónninn er orðinn of stuttur er skipt yfir á sokkaprjónana. Að síðustu er þrætt í gegnum lykkjurnar 12 með nálinni og gengið vel frá endanum og öðrum endum.

Þvoið að síðustu húfuna í volgu vatni og með góðri ullarsápu eða sjampói, skolið vel, kreistið vatnið úr og leggið til þerris.

 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...