Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Fréttir 11. júní 2021

Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðn­ing við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna.

Nokkuð hefur borið á því að bændur hafi kvartað undan því að þessi ráðstöfun og krafa um skráningu hafi ekki verið kynnt nægilega vel af hálfu ráðuneytis landbúnaðarmála. Því hafi þetta farið framhjá mörgum bændum sem er mjög bagalegt þar sem þeir eiga að sjá um skráninguna. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins setti eigi að síður frétt um málið á vefsíðu sína 28. maí síðastliðinn, en þar segir:

„Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.

Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is og þá er eftirleikurinn auðveldur næsta haust þegar sækja skal um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Mikilvægt er að vanda skráningar til þess að gögn í Jörð.is sýni raunsanna stöðu hvort sem horft er til einstakra búa eða stærri heildar.

Þeir sem hyggjast nýta sér þjón­ustu RML við skráningar á jarðræktar­skýrsluhaldi er bent á að hafa samband sem fyrst til að unnt sé að senda viðeigandi skráningarblöð.“

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...