Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Fréttir 11. júní 2021

Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðn­ing við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna.

Nokkuð hefur borið á því að bændur hafi kvartað undan því að þessi ráðstöfun og krafa um skráningu hafi ekki verið kynnt nægilega vel af hálfu ráðuneytis landbúnaðarmála. Því hafi þetta farið framhjá mörgum bændum sem er mjög bagalegt þar sem þeir eiga að sjá um skráninguna. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins setti eigi að síður frétt um málið á vefsíðu sína 28. maí síðastliðinn, en þar segir:

„Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.

Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is og þá er eftirleikurinn auðveldur næsta haust þegar sækja skal um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Mikilvægt er að vanda skráningar til þess að gögn í Jörð.is sýni raunsanna stöðu hvort sem horft er til einstakra búa eða stærri heildar.

Þeir sem hyggjast nýta sér þjón­ustu RML við skráningar á jarðræktar­skýrsluhaldi er bent á að hafa samband sem fyrst til að unnt sé að senda viðeigandi skráningarblöð.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...