Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stórtjón varð á túnum víða við Eyjafjörð.
Stórtjón varð á túnum víða við Eyjafjörð.
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúmur milljarður króna á 375 búum.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins voru í starfshópi matvælaráðuneytisins sem mat tjón bænda af þessum völdum.

Skráð kaltjón eru á 123 búum. Bjargráðasjóður annast afgreiðslu þeirra umsókna og er mat sjóðsins að þörf sé á 300 milljónum alls til að mæta tjóninu með sambærilegum hætti og síðast þegar stórfellt kaltjón varð veturinn 2019–2020.

Honum hafa þegar verið tryggðar 200 milljónir í aukið fjármagn úr ríkissjóði til að veita styrki vegna kaltjóna. Í skoðun er hjá stjórnvöldum hvort tryggja megi sjóðnum þær 100 milljónir sem upp á vantar til að mæta kaltjónum sérstaklega með því að nýta fjárheimildir sjóðsins auk viðbótarfjármagns.

Tillögum um stuðningsaðgerðir skilað í desember

Viðbragðshópur skipaður fulltrúum matvælaráðuneytis, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Almannavarna tók til starfa í júní. Í kjölfarið var ráðist í vinnu við að skrá umfang tjóns bænda umfram það sem stuðningskerfin gera ráð fyrir.

Starfshópur stjórnvalda var svo skipaður fyrr í þessum mánuði til að fara yfir tjón bænda vegna óvanalegs veðurfars fyrr á árinu og gera tillögur um útfærslu og umfang stuðningsgreiðslna. Hefur hann það hlutverk að fara nánar yfir skráningarnar og gera tillögu að stuðningsaðgerðum sem ætlað er að skilað verði til matvælaráðherra núna í desember.

Um 47 prósent af heildartjóni er í sauðfjárrækt

Í tilkynningu stjórnvalda frá 13. nóvember kom fram að kuldatíð síðasta vor og kalt sumar með fáum sólarstundum ollu búsifjum víða um land. Tjón hafi orðið á búfénaði vegna kuldakasts, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks með tilheyrandi uppskerubresti, auk þess sem kaltjón varð á túnum. Þá leiddu óvenjufáar sólarstundir til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum.

Í upplýsingum frá matvælaráðuneytinu kemur fram að af þeim rúma milljarði af áætluðu heildartjóni vegna kuldakastsins séu 47 prósent í sauðfjárrækt, aðallega vegna minni afurða og dauðra gripa.

Afurðatjón sé litlu minna í garðyrkju, einkum vegna ónýtrar kartöfluuppskeru og annars útiræktaðs grænmetis, eða 46 prósent af heildinni. Þá standa eftir sjö prósent sem rekja megi til kostnaðar við endursáningar í jarðrækt og dauðra nautgripa og hrossa.

Fyrirframgreiðsla upp í væntanlegan kaltjónsstyrk

Samkvæmt upplýsingunum úr matvælaráðuneytinu gátu bændur sem urðu fyrir hvað mestu kaltjóni sótt um og hafa fengið fyrirframgreiðslu upp í væntanlegan styrk. Það hafi verið gert til þess að koma til móts við fóðurskort og kostnað við endurræktun túna sem féll til strax í vor.

Sjóðurinn annist afgreiðslu umsókna og úttektir vegna þeirra. Uppgjör styrkja fari fram í upphafi næsta árs, þegar uppskera ársins 2024 liggur endanlega fyrir sem og fóðurþörf vetrarins. Fyrirframgreiðslur komi þá til frádráttar við uppgjör.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...